Hádegið

Advertise on podcast: Hádegið

Rating
3.3
from
3 reviews
Categories
This podcast has
158 episodes
Language
Publisher
Explicit
No
Date created
2020/12/02
Average duration
-
Release period
2 days

Description

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

Podcast episodes

Check latest episodes from Hádegið podcast


Tene og ný golfdeild
2022/05/13
Paradísareyjan Tenerife er gríðarlega vinsæll áfangastaður Íslendinga sem keppast við að komast í sólina við fjölbreytt tækifæri. Stærsta ástæðan er eflaust veðurfarið en sólin skín á Tenerife hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust sem hefur gert ferðir til eyjunnar sérlega vinsælar um jól og páska. En hvenær fóru Íslendingar að hópast til Tenerife og af hverju? Hvað er svona sérstakt við þessa eyju og getur verið að hún eigi eitthvað sameiginlegt með Íslandi, þó loftslagið sé afar ólíkt? Við skoðum málið ásamt Atla Fannari Bjarkasyni í örskýringu vikunnar. Ný golfdeild, sem nýtur stuðnings Sádí-Arabíu, ætlar sér stóra hluti í alþjóðagolfheiminum og ógnar stærstu golfmótaröðum heims. Fram undan er því mikil valdabarátta í golfheiminum. Ástralinn Greg Normann fer fyrir þessari nýju mótaröð, sem þó er runnin undan rifjum sádí-arabískra stjórnvalda. Bandarísku PGA-samtökin, sem reka PGA-mótaröðina, eru mjög ósátt við þessa tilburði og hafa sagst ekki ætla að sleppa leikmönnum á sinni mótaröð í mót á vegum LIV. Við ræðum um golf og hugtakið ?sportswashing" í síðari hluta þáttarins við Kristjönu Arnarsdóttur, íþróttafréttamann. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.
more
Horfurnar í ferðaþjónustu og nýliðar í NATÓ?
2022/05/12
Fyrir rétt rúmri viku hækkaði Peningastefnunefnd Seðlabankans stýrivexti um heilt prósentustig - og þeir eru nú 3,75 prósent. Verðbólga mælist nú langt yfir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans - er nú 7,2 prósent og hefur ekki verið meiri í um tólf ár. Á meðan sumir gagnrýna hækkunina - segja hana á kostnað almennings í landinu - standa aðrir í þeirri meiningu að hækka þurfi stýrivexti enn frekar til að mæta verðbólgunni - sem spáð er að aukist áfram. En það er ljós í myrkrinu: Til dæmis eru horfurnar í ferðaþjónustunni góðar og betri en þær hafa verið um nokkurt skeið. Magdalena Anna Torfadóttir, sérfræðingur Hádegisins í efnahagsmálum og blaðamaður á Fréttablaðinu, segir okkur betur frá stöðunni og horfunum í fyrri hluta þáttarins. Allt bendir til þess að aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins NATÓ fjölgi um tvö innan skamms, en ráðamenn á Norðurlöndunum Finnlandi og Svíþjóð íhuga nú alvarlega að ganga í varnarsamstarfið. Guðmundur Björn ræðir við Brynju Huld Óskarsdóttur, öryggis- og varnarmálafræðing, um málið í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.
more
Staðan á Sri Lanka og rannsókn á Covid-19
2022/05/11
Efnahagsástandið á Sri Lanka er afar bágborið - landið glímir við alvarlegustu efnahagsörðugleika sem þar hafa orðið frá því að það fékk sjálfstæði árið 1948. Stjórnvöldum er kennt um slæma stöðu, þau sökuð um spillingu og óstjórn. Stjórnarandstæðingar hafa krafist þess vikum saman að forseti landsins og ríkisstjórn þess segi af sér í mótmælum sem staðið hafa í meira en mánuð í landinu. Mótmælendurnir hafa að mestu verið friðsamir en þeim verið mætt af mikilli hörku: Í byrjun vikunnar réðust stuðningsmenn stjórnarinnar á óvopnaða stjórnarandstæðinga með bareflum, lögregla beitti öllum sínum úrræðum gegn mótmælendum og nú hefur varnarmálaráðuneyti Sri Lanka skipað herliði sínu að skjóta alla þá sem staðnir eru að því að brjóta lög. Við fjöllum um ástandið, mótmælin og stjórnmálin í Sri Lanka í síðari hluta þáttarins. Við hefjum þáttinn á allt öðru: Covid-umfjöllun frá níunda mars. Þá fjallaði Guðmundur Björn um nýlega rannsókn í vísindatímaritinu Nature sem vakið hefur þó nokkra athygli - En í henni kemur fram á heilinn í þeim sem hafa fengið Covid-19 sjúkdóminn, getur dregist saman um allt að tvö prósent. Þá getur Covid haft langvarandi áhrif á minni og vitræna- eða skilvitlega getu, sem og lyktarskyn. Guðmundur Björn kannaði málið í kjölfar þess að hann náði sér af veirunni. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.
more
Telenor sektað og nýr Doctor Who
2022/05/10
Við hefjum þáttinn á samkeppnismálum. Norska fjarskiptafyrirtækið Telenor hlaut á dögunum sekt upp á 1,2 milljarða norskra króna, eða því sem nemur tæplega 17 milljörðum íslenskra króna. Sektin er um fimmfalt hærri en árleg framlög til eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, og aldrei áður hefur norskt fyrirtæki hlotið jafn háa sekt frá stofnuninni. Við ræddum við Árna Pál Árnason, fulltrúa Íslands í stjórn eftirlitsstofnunarinnar um sektina og hlutverk ESA. Ncuti Gatwa er fjórtándi leikarinn sem fer með hlutverk Doktorsins í sjónvarpsþáttaröðinni Doctor Who, eða Tímaferðalangnum. Allir forverar hans í hlutverkinu, í fimmtíu ára sögu þáttanna, hafa verið hvítir en öðru máli gegnir um Gatwa sem er fæddur í Rúanda og alinn upp í Skotlandi. Hann tekur við af Jodie Whitaker, sem var fyrsta konan sem lék Doktorinn. Við fjöllum um leikaraskiptin, þáttinn og mikilvægi birtingarmynda í afþreyingarefni í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.
more
Nýr leiðtogi Hong Kong og 9. maí fagnað í Rússlandi
2022/05/09
John Lee, fyrrverandi öryggisráðherra Hong kong, var í gær kjörinn æðsti embættismaður borgarinnar. Kjörið, sem fór fram fyrir luktum dyrum, var í höndum sérstakrar kjörnefndar og Lee var eini frambjóðandinn. Hann tekur nú við af Carrie Lam sem sinnt hefur embættinu frá 2017. Margir óttast að með kjöri Lee, sem er dyggur stuðningsmaður Kínastjórnar og fór fyrir róttækum aðgerðum stjórnvalda gegn mótmælum lýðræðissinna 2019, nái kínversk stjórnvöld að auka enn á völd sín í Hong kong. En Kínastjórn hefur verið gagnrýnd fyrir að herða stjórnartaumanna í Hong kong, sem á að miklu leyti að fá að vera sjálfstjórnarhérað fram til ársins 2047, samkvæmt samkomulagi Breta og Kínverja um yfirráð yfir Hong kong frá 1997. Við kynnum okkur John Lee og stöðuna þar í borg í fyrri hluta þáttarins. Þann níunda maí ár hvert er mikið um dýrðir í Rússlandi, en þá fagna Rússar því að á þessum degi 1945, sigruðu Rússar nasista í síðari heimsstyrjöld - og þessum blóðugustu átökum mannkynssögunnar lauk formlega. Dagurinn er mikilvægur fyrir Rússa, og fyrir einhverjum vikum var búist við því að Vladimír Pútín Rússlandsforseti myndi lýsa yfir sigri í stríðinu í Úkraínu í dag. Hann ávarpaði þjóð sína í morgun, en það gerði Volodymir Zelensky, forseti Úkraínu líka. Guðmundur Björn fjallar um 9. maí og ræður forsetanna tveggja, í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.
more
Níðstangir og úrslitaeinvígi Íslandsmótsins
2022/05/06
Níðstöng með afskornum hrosshaus var reist á landi Skrauthóla á Kjalarnesi í lok apríl, í kjölfarið á nágrannaerjum. Málið vakti talsverða athygli enda ekki algengt að fólk tjái sig með þessum hætti. Málið er dularfullt en samkvæmt nýjustu fréttum er enn ekki vitað hvaðan hrosshausinn kemur sem settur var á níðstöngina og það liggur ekki heldur fyrir að hverjum níðið beindist. En hvað er níðstöng og af hverju reisir fólk slíkar stangir? Eru mörg dæmi um að fólk reisi níðstangir í seinni tíð eða tilheyrir þetta fortíðinni? Við könnum málið ásamt Atla Fannari Bjarkarsyni í örskýringu vikunnar. Úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í körfubolta karla hefst í kvöld, þegar Valsmenn taka á móti Tindastóli á Hlíðarenda. Ár og dagar eru síðan Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitli í karlaflokki, og þá hafa Sauðkrækingar aldrei lyft bikarnum eftirsótta. Guðmundur Björn ræðir við körfuboltalýsendurna Hörð Unnsteinsson og Sigurð Orra Kristjánsson, í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.
more
Áhrif símnotkunar og afsagnarmenning Íslands
2022/05/05
Mörg okkar kannast við að þurfa hafa snjallsímann alltaf innan seilingar. Jafnvel bara í hendi eða augsýn - svo að engar tilkynningar eða skilaboð fari nú framhjá okkur, með öllu því áreiti - meðvituðu eða ómeðvituðu - sem því fylgir. Og kannski vildu margir eyða minni tíma í símanum - og tapa sér síður í samfélagsmiðlaskrollinu rétt fyrir háttinn. En hvers vegna er þetta svona? Af hverju getur maður stundum ekki hætt - eða lagt símann bara á hilluna? Kristjana Björk Barðdal, tæknisérfræðingur Hádegisins útskýrir það í fyrri hluta þáttarins. Við fjölluðum á mánudaginn um mál Neils Parish, þingmanns breska Íhaldsflokksins. Hann sagði af sér aðeins nokkrum dögum eftir að upp komst að hann hefði í tvígang verið staðinn að því að horfa á klám við störf í þinginu. Þar í landi er ekki óalgengt að þingmenn og pólitíkusar axli ábyrgð með því að segja af sér, eða, geri þeir það ekki, að þeir séu látnir fara. Það sama er uppi á teningnum í nágrannaríkjum okkar annars staðar á Norðurlöndunum. En hvernig er þessum málum háttað hér á landi? Við berum íslenska afsagnarmenningu undir Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræðing í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.
more
Skriðdrekar og stýrivaxtahækkun
2022/05/04
Innrás og stríðsrekstur Rússa í Úkraínu hefur leitt til þess að fjöldi ríkja heims sér nú her- og varnarmál og mikilvægi þeirra í nýju ljósi. Mörg ríki endurskoða nú stöðu sína. Til dæmis hefur afstaða Finna og Svía gjörbreyst og stjórnvöld ríkjanna íhuga nú af alvöru að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu - en það hafði ekki verið á dagskrá fyrir innrás. Þá er spáð vígbúnaðarkapphlaupi og raunar segja vopnaframleiðendur að von sé á gullöld í vopnasölu á næstu árum vegna stríðsins, líkt og Gunnar Hrafn Jónsson blaðamaður fjallaði um í Hádeginu í síðustu viku. Í þessari viku fjallar Gunnar Hrafn um þróun í stríðsrekstri og endalok skriðdrekans. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði í dag stýrivexti um heilt prósentustig. Búið var að spá hækkun vaxta, en greinendum greindi á hversu mikil hækkunin yrði. Stýrivextir eru nú 3,75%. Spáð er áframhaldandi hækkun verðbólgu. Við ræðum um þýðingu þessarar hækkunar við Má Wolfgang Mixa, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.
more
Jón Ólafsson um Rússland og verður þungunarrof bannað í Bandaríkjunum?
2022/05/03
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur til umfjöllunar hvort skerða skuli rétt kvenna til þungunarrofs í landinu. Í um hundrað blaðsíðna áliti Samuels Alito, hæstaréttardómara, sem lekið var til fjölmiðla, og Politico fjallar um, kemur fram að meirihluti réttarins sé andvígur tímamótadómnum Roe gegn Wade - frá 1973 - sem gerði þungunarrof að stjórnarskrárvörðum réttindum í ríkinu öllu. Dómi sem meirihluti Bandaríkjaþjóðar er fylgjandi. Verði Roe gegn Wade snúið við fær hvert ríki Bandaríkjanna að ákveða hvort heimila skuli þungunarrof þar eður ei - sem gæti þýtt að þungunarrof verði innan skamms bannað í fjölda ríkja landsins. Tæpar tíu vikur eru frá því stjórnvöld í Moskvu réðust inn í nágrannaríki sitt í vestri, Úkraínu. Á þeim tíma hafa fimm komma fimm milljónir Úkraínumanna flúið land, og hefur stríðið valdið mestu flóttamannakrísu í Evrópu á 21. öld. Fjórðungur íbúa Úkraínu hefur hrakist frá heimilum sínum. Engin leið er að vita nákvæmlega hve margir hafa týnt lífi. Stjórnvöld í Úkraínu áætla að bilinu tíu til 25 þúsund almennir borgarar hafi verið drepnir af Rússlandsher, á meðan Sameinuðu þjóðirnar telja að um fjögur þúsund almennir borgarar hafi fallið. Þá yfir þrjú þúsund úkraínskir hermenn látið lífið í átökunum, og tæplega 20 þúsund rússneskir. Jón Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Rússlands ræðir við okkur um nýjustu vendingar í stríðrinu, í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.
more
Aðstæður í Moldóvu og afsögn ráðherra vegna klámáhorfs í þinginu
2022/05/02
Stjórnvöld í Moldóvu, fátækasta ríki Evrópu, fylgjast grannt með framvindunni í nágrannaríkinu Úkraínu, einkum eftir að rússneskur herforingi lét hafa eftir sér að Rússlandsher stefndi á að ná fullum yfirráðum yfir suðurhéruðum Úkraínu. Gangi það eftir hafa Rússar beinan aðgang að moldóvska landamærahéraðinu Transnistríu. Héraðið hefur verið á valdi rússneskumælandi aðskilnaðarsinna frá 1992 og er í nánu bandalagi við Rússa, sem eru með á annað þúsund hermanna þar nú þegar. En hvað er að gerast í Moldóvu, og hvað er Transnistría? Guðmundur Björn fjallar um málið í fyrri hluta þáttarins. Neil Parish, þingmaður breska Íhaldsflokksins, sagði af sér á laugardaginn eftir að tveir samstarfsmenn hans höfðu í tvígang staðið hann að því að horfa á klám við störf í neðri deild breska þingsins. Upphaflega sagðist Parish ekki ætla að segja af sér en snerist svo hugur um helgina þegar afleiðingar gjörða hans, sem hann lýsti sem stundarbrjálæði, urðu honum ljósar. Málið varpaði ljósi á stærra vandamál kynjamisréttis innan breska þingheimsins. Katrín fer betur yfir þetta mál í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.
more
Vopnabirgðir Rússa og heimavallarétturinn
2022/04/29
Rússar hafa nær tvöfaldað tekjur sínar af sölu jarðefnaeldsneytis til Evrópusambandsríkja frá innrás Rússa í Úkraínu fyrir um tveimur mánuðum. Meginástæða þess er einmitt innrásin, eða bein afleiðing hennar: Feiknaleg hækkun á eldsneytisverði. Tekjur af eldsneytissölunni rata á endanum að mestu leyti í rússneska ríkissjóðinn og gera þannig Rússum kleift að fjármagna stríðið á sama tíma og þær vega upp á móti þeim þeim þungu efnahagsþvingunum og refsiaðgerðum sem fjölmörg ríki og Evrópusambandið beita nú Rússa vegna stríðsins. Rússar treysta verulega á innflutning á ýmiskonar neyslu- og tækni- og rafvörum og vélbúnaði - einna helst frá Evrópuríkjum. Það þarft því vart að taka það fram að efnahagsþvinganirnar hafa haft víðtæk áhrif á líf almennings í Rússlandi og valdið ringulreið á rússneskum fjármálamarkaði. En hvað með eina helstu nauðsynja stríðs: Vopnin. Hvernig standa málin þar í ljósi refsiaðgerðanna? Framleiða Rússar allt sem til þarf í þeim efnum eða þurfa þeir að treysta á viðskipti við önnur ríki? Og hvernig gengur það þá nú á dögum? Gunnar Hrafn Jónsson blaðamaður fer yfir stöðuna á vopnabirgðum og -kaupum Rússa í fyrri hluta þáttarins. Úrslitakeppni karla og kvenna í handbolta og körfubolta er nú í fullum gangi. Allt keppnistímabilið keppast liðin við að enda sem hæst í töflunni svo þau njóti heimavallaréttarins fræga í úrslitakeppninni. En skiptir heimavallarétturinn einhverju máli? Ekki samkvæmt nýlegum úrslitum hér heima, til að mynda af Njarðvíkurkonur unnið báða leiki sína gegn Haukum í úrslitaeinvígi efstu deildar kvenna í körfubolta, og Haukar unnið báða sína leiki í Njarðvík. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður fjallar um heimavöllinn í síðari hluta þáttarins, og hvort það sé hrein og bein mýta, að hann skipti einhverju máli. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.
more
Stýrivaxtaákvörðun væntanleg og rússneskt gas
2022/04/28
Þann 9. febrúar hækkaði Peningastefnunefnd Seðlabankans stýrivexti um 0,75 prósentustig, í ljósi vaxandi verðbólgu. Þá spáði bankinn um 5 prósenta verðbólgu út árið. Nú hins vegar, mælist verðbólgan 7,2 prósent og hefur farið vaxandi í hverjum mánuði frá því í ágúst. Þá hefur verðbólgan ekki verið meiri síðan í maí 2010. Það á eftir að koma í ljós hvernig Seðlabankinn bregst við stöðunni en von er á nýrri stýrivaxtaákvörðun frá Peningastefnunefnd í næstu viku. Magdalena Anna Torfadóttir, sérfræðingur Hádegisins í efnahagsmálum og blaðamaður á Fréttablaðinu, ræðir við okkur um hugsanleg viðbrögð Peningastefnunefndar, í fyrri hluta þáttarins. Rússneski orkurisinn Gazprom, sem er í eigu þarlendra stjórnvalda, tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi hætta útflutningi á gasi til Póllands og Búlgaríu frá og með deginum í dag, og skrúfað yrði fyrir gasleiðslur til landanna. Ástæðan, segja rússnesk stjórnvöld, er samningsbrot, en Rússar hótuðu því í upphafi stríðsins að Rússland myndi skrúfa fyrir gasið til þeirra Evrópuríkja sem neituðu að gera upp í rúblum. Flest hafa ríkin neitað að ganga að þeirri kröfu, þar á meðal Pólland og Búlgaría. Guðmundur Björn kynnir sér málið í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.
more

Podcast reviews

Read Hádegið podcast reviews


3.3 out of 5
3 reviews

Podcast sponsorship advertising

Start advertising on Hádegið & sponsor relevant audience podcasts


What do you want to promote?

Ad Format

Campaign Budget

Business Details