Frjálsar hendur

Advertise on podcast: Frjálsar hendur

Rating
4.7
from
41 reviews
This podcast has
151 episodes
Language
Publisher
Explicit
No
Date created
2016/12/21
Average duration
-
Release period
7 days

Description

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Podcast episodes

Check latest episodes from Frjálsar hendur podcast


Æviþáttur Rögnvaldar Jónssonar halta
2022/06/26
Fyrir nokkrum vikum rakst umsjónarmaður á svolítið hefti af Drangey, Skagfirskum fræðum, sem Sögufélag Skagfirðinga gaf út fyrir rúmum 70 árum. Þar er að finna æviþátt Rögnvaldar Jónssonar halta (1769-1829) sem séra Jón Reykjalín skrifaði og svolítið eftir Gísla Konráðsson. Umsjón: Illugi Jökulsson.
more
Jarðskjálftar 1896
2022/06/19
Jarðskjálftarnir 1896 voru harðir og ollu miklu tjóni, þó fólk slyppi að mestu. Þorvaldur Thoroddsen tók saman merkilegt heimildarrit um skjálftana sem Illugi Jökulsson gluggar í.
Slysasögur á sjó
2022/06/12
Á sjómannadaginn er ágætt að minnast þolgæðis og þrautseigju íslenskra sjómanna gegnum tíðina (af öllum kynjum, það réru furðu margar konur töluvert fram yfir aldamótin 1900 þegar það virðist hafa lagst af). En við minnumst líka áfalla og hörmunga, og hefði mátt forðast þær ýmsar. Umsjónarmaður rifjar upp nokkrar hryggilegar slysasögur frá 1901 sem hann skrifaði um lengri útgáfu í bók fyrir tæpum áratugum. Umsjón: Illugi Jökulsson.
more
Fleiri minningarbrot Hannesar Þorsteinssonar
2022/06/05
Illugi Jökulsson heldur áfram að lesa úr skrifum Hannesar Þorsteinssonar, þar sem hann rifjar upp æsku sína. Hannes var þjóðskjalavörður, ritstjóri Þjóðólfs og Alþingismaður, með meiru. Frásögnin hefst þegar Hannes fermist.
more
Minningar Hannesar Þorsteinsson
2022/05/29
Hannes Þorsteinsson fæddist á Brú í Biskupstungum árið 1860. Hann komst til mennta þó hann væri af fátæku bændafólki kominn og tók próf frá Prestaskólanum árið 1888, en stundaði aldrei prestskap. Hann fékkst við kennslu, var ritstjóri Þjóðólfs 1892 til 1909 og var þingmaður Árnesinga frá 1900 til 1911. Hann var þjóðskjalavörður lengst af og forseti Sögufélagsins. Eftir að hann lést kom í ljós að hann hafði skrifað sjálfsævisögu sína, sem átti að geymast innsigluð fram að 100 ára afmælisdegi hans. Illugi Jökulsson hefur lestur ævisögunnar í þessum þætti.
more
Útileguþjófar, hrakningar og streð
2022/05/22
Halldór Stefánsson fæddist á Desjarmýri í Borgarfirði eystri 1877. Hann varð kennari og bóndi, síðan alþingismaður og forstjóri tryggingafélaga. En hann hafði líka gaman af að skrifa. Hann setti m.a. saman skemmtilega þætti með fróðleik af Austurlandi sem hann hafði sett saman. Hér segir af útileguþjófum, hrakningum ógurlegum og streði venjulegs fólks. Umsjón: Illugi Jökulsson.
more
Minningar Viktors Kravténko II
2022/05/15
Úkraínumaðurinn Viktor Kravténko lýsir því hvernig ferill hans sem námuverkamaður í Donbass-héraðinu upp úr 1920 endaði og hvernig samyrkjuvæðingunni í heimasveit hans í Úkraínu hafði reitt af. Þetta er mögnuð frásögn sem vakti svo mikla heift kommúnista þegar ævisaga Kravénkos kom út 1947 að það kom til réttarhalda í Frakklandi út af bókinni. Umsjón: Illugi Jökulsson.
more
Æviminningar Úkraínumannsins Viktors Kravténko I
2022/05/08
Viktor Kravténko var Úkraínumaður á táningsaldri þegar rússneska byltingin gekk yfir og síðan valdarán kommúnista. Hann gekk til liðs við kommúnista og taldi þá mundu byggja upp nýtt og réttlátt þjóðfélag. Seinna stakk hann af úr landi og skrifaði með bandarískum blaðamanni frábæra bók, Ég kaus frelsið. Illugi Jökulsson les úr minningum hans þar sem segir frá fyrstu tilraunum til samyrkjubúskapar og þeirri ákvörðun hans að gerast hetjulundaður námuverkamaður í Donbass.
more
Útilegumenn, frásagnir úr Grettissögu og Biskupasögu
2022/05/01
Í Grettissögu er skemmtilegur kafli um dvöl útlagans Grettis Ásmundarsonar í Þórisdal, dularfullum dal uppi í jökli þar sem búa útilegumenn. Um aldir virðast Íslendingar hafa trúað því að slík útilegumannabyggð, bara býsna blómleg, væri í hinum leyndardómsfulla dal eða kannski í Ódáðahrauni þar sem sagt var að Oddur biskup hefði leitað hælis einu sinni. Illugi Jökulsson les frásagnir úr Grettissögu og Biskupasögu Jóns Halldórssonar en síðan frásögn um ferð tveggja presta og fylgdarmanns þeirra í hinn raunverulega Þórisdal árið 1644 og hvað þeir sáu þar.
more
Illugi ræðir við Halldór Laxness
2022/04/24
Sumarið 1983 tók Illugi Jökulsson, þá kornungur blaðamaður, ítarlegt viðtal við Halldór Laxness um ævi hans og verk. Í þessum þætti lesa þeir viðtalið saman, Illugi og Pálmi Gestsson leikari, sem bregður sér í hlutverk Halldórs með eftirminnilegum hætti. Illugi og Pálmi Gestsson lesa viðtalið saman, en þar segir Halldór frá ferli sínum og ritstörfum. Pálmi bregður sér í hlutverk Halldórs Laxness í þættinum.
more
Greinar og fyrirlestur frá 1922
2022/04/17
Illugi Jökulsson glugga í blöð og tímarit frá vorinu 1922. Meðal þess sem umsjónarmaður dregur fram er fyrirlestur sem Guðmundar Finnbogasonar, landsbókavarðar um „kynbætur manna", sem hann flutti á annan í páskum þetta ár. Stefán Jónsson læknir birti grein um „kynvillinga" í virðulegu tímariti, og einnig les hann lýsingar af skeleggum ljósmæðrum og alþýðufólki sem birtust í Læknablaðinu.
more
Eldgos og vesturferðir Íslendinga
2022/04/10
Illugi Jökulsson les úr fjörlegri frásögn Þorsteins Þorsteinssonar sem vildi skýra vesturferðir Íslendinga á ofanverðri 19. öld og sýndi því fram á hve ógurlega erfitt Ísland hefði alltaf verið!
more

Podcast reviews

Read Frjálsar hendur podcast reviews


4.7 out of 5
41 reviews

Podcast sponsorship advertising

Start advertising on Frjálsar hendur & sponsor relevant audience podcasts


What do you want to promote?

Ad Format

Campaign Budget

Business Details