Morðaforði

Advertise on podcast: Morðaforði

Rating
5
from
5 reviews
Categories
Country
This podcast has
45 episodes
Language
Publisher
Explicit
No
Date created
2020/09/14
Average duration
54 min.
Release period
25 days

Description

Í Morðaforða hittast tvær morðista vinkonur til að sötra og spjalla um morð.

Social media

Check Morðaforði social media presence


Podcast episodes

Check latest episodes from Morðaforði podcast


41. Bjúgfen og Survivor
2022/01/05
Þáttur 41 er mættur eftir langt og gott sumarfrí hjá okkur morðsystrum. Höfum saknað þess svo að hittast, sötra og spjalla um viðbjóð. Við skemmtum okkur allavega konunglega við upptökur á þættinum, vonum að skemmtið ykkur líka. Skál! Þátturinn er í boði Ölverk og við smökkuðum hvorki meira né minna en þrjá ólíka bjóra frá þeim, en það voru Eilífur, Rótandi og Quexcomate. Mælum hiklaust með! Við erum báðar staddar í Bandaríkjunum samt líka Mexikó. Raðmorðinginn Ronald Dominique og Survivor producerinn Bruce Beresford-Redman. facebook.com/mordafordi instagram.com/mordafordi
more
40. Heilagrufl og Sigti
2021/06/16
Þáttur 40 er mættur en hann er sá síðasti áður en við tökum okkur smá sumarfrí.  Þátturinn er í boði Viking Brugghús og við smökkuðum á Bróðir (Milkshake IPA) og Sumaröli (Hveitibjór með jarðaberja vibes). Einstaklega góðir báðir tveir, þeir fá hæstu meðmæli frá okkur bjórsystrum.  En annars vorum við báðar í Bandaríkjunum með nokkuð keimlík mál. Stella tók fyrir mál hans Kevin Davis á meðan Lára fjallaði um morðið á Iönu Kasian.  Alveg hrottalegur viðbjóður sem er kannski viðeigandi svona korter í frí.  Takk fyrir að hlusta kæru vinir, skál fyrir ykkur! facebook.com/mordafordi instagram.com/mordafordi
more
39. Bakaraofnar og Hákarlar
2021/06/09
Alltaf er það sama viðbjóðslega gleðin á miðvikudögum, ekki satt? Þessi þáttur er í boði Viking Brugghús og við smökkuðum frá þeim bjórinn Pink (Mango og Cherry White Ale). Hann er alveg einstaklega góður og sumarlegur! Lára tók fyrir mál frá Finnlandi og Stella brá sér til Ástralíu. Bæði málin eiga það sameiginlegt að vera óupplýst svo hvað segiði kæru hlustendur um að leysa þessi mál kannski bara með okkur? Skál fyrir ykkur! facebook.com/mordafordi instagram.com/mordafordi
more
38. Tannlæknar og Forsetar
2021/06/02
Þátturinn í dag er í boði Ölvisholt Brugghúss og veislan heldur bara áfram! En við smökkuðum Hercule Peró (Peru og Engifer Skyrsúr) og Forseta (Session IPA). Mælum hiklaust með því að þið smakkið öll! En Stella tók Indverskt mál og fjallaði um dularfulla morðið á Aarushi Talwar, en það hefur t.d. verið kallað hið indverska Jon Benet Ramsey. Lára braut blað í sögu Morðaforða og tók fyrir fyrsta íslenska málið! Takk fyrir að hlusta, skál í botn og restina í hárið vinir. facebook.com/mordafordi instagram.com/mordafordi
more
37. Eltihrellar og Limsugur
2021/05/26
Þáttur dagsins er í boði Ölvisholt Brugghúss og það var sannkölluð veisla hjá okkur. Við brögðuðum á TVEIMUR eðalbjórum sem heita þeim ljúfu nöfnum Baldur (Munich Helles Lager) og Freyja (Bláberja Witbier). Við mælum hiklaust með því að þið smakkið þessa, Freyjan var sérstaklega skemmtileg! Annars erum við báðar staddar í BNA og herregud hvað það leynist mikill viðbjóður þar alltaf. Lára sagði frá dularfullum dauða Morgan Ingram og Stella frá einstaklega sorglegum dauða Cassie Jo Stoddart. Allt saman svo erfitt en samt eitthvað svo áhugavert. Skál fyrir ykkur! facebook.com/mordafordi instagram.com/mordafordi
more
36. Rassaíkveikjur og Systkinaerjur
2021/05/19
Jú komið fagnandi! Hvílík ánægja að miðvikudagurinn komi alltaf aftur. Þáttur dagsins er í boði Ölvisholt Brugghús en við dreyptum á Hoppy Saison bjórnum þeirra sem heitir Hlín. Og það má segja að hann hafi tikkað í öll box! Við mælum með. Annars er Stella með frekar mikið bömmer mál þar sem hún segir frá limsugunni honum Albert Fish frá Bandaríkjunum. Við treystum því á Láru að koma með nokkra brandara og hún sveikst ekki undan því en kom svo með neglu frá Englandi. Það mál er kallað The Twilight Murders. Halelúja! facebook.com/mordafordi instagram.com/mordafordi
more
35. Baðferðir og Særingar
2021/05/12
Morðaforða miðvikudagur enn á ný og í dag brögðum við á dýrindis bjór frá FLAK. Eins og þau segja sjálf frá þá er FLAK listhneigt samkomuhús og sjávarfangssjoppa í gömlu verbúðinni við Patreksfjarðarhöfn. Bjórinn þeirra var einstaklega góður og við mælum hiklaust með því að þið skottist öll á Patró og smakkið amk. einn hélaðann Flak bjór. Annars töluðum við alveg frekar mikið í þessum þætti. Góð prósenta í okkur og sólarstemmser. Stella fjallaði um hvarfið á Bobby Dunbar frá Bandaríkjunum á meðan Lára brá sér til Bretlands og fjallaði um eina lauflétta særingu eða exorcism.  Takk fyrir að hlusta kæru vinir og gluðið nú í ykkur svalandi drykk í sólinni með okkur.  facebook.com/mordafordi instagram.com/mordafordi
more
34. Jónur og Horgöndlar
2021/05/05
Miðvikudagur enn á ný og við Morðsysturnar skálum fyrir því með einni hélaðri Systir frá Viking. Hún var alveg einstaklega ljúf.  Við biðjumst velvirðingar á nefmælskunni í okkur, en kvefið bankaði uppá hjá okkur og lítið sem ekkert sem við gátum við því gert.  En Lára kom með eitt stykki banger frá Bandaríkjunum. Hún fjallaði um the Briley Brothers og vá, hvað gekk eiginlega á hjá þeim? Stella smellti sér til Hvíta-Rússlands og sagði frá einum klassískum raðmorðingja að nafni Gennedy Mikhasevich. Við vonum að þið hafið gaman af, Takk fyrir að hlusta
more
33. Krakkhausar og Nunnur
2021/04/28
33 - Lukkutalan svarar. Bjórinn í dag er eitt stykki hélaður Hundur frá Viking. Stella sagði frá málinu sem kom henni á true crime vagninn en það er málið um The West Memphis 3. Mjög mikið satanískt shit sem átti sér stað þar. Lára hélt sig við Evrópu og tók Rúmenska neglu. Þar voru nunnur og kannski smá satanískt vibe líka. Þarf alltaf að vera satan? Takk fyrir að hlusta og ef þið eruð í spariskapi endilega gefið okkur stjörnur eða ummæli eða sendið okkur good vibes. facebook.com/mordafordi instagram.com/mordafordi
more
Smámál 3 - Draugar
2021/04/24
Jæja morðfýlur. Ekki svo mikið smámál nr. 3 er komið í gagnasafnið. Sturlaður þáttur að okkar mati, dæmi hver fyrir sig. Hlusaðu og láttu okkur vita hvað þér finnst. Ekki vera feiminn, vertu frekar hrædd/ur við draugana sem eru í kringum þig. Já, því við erum svo aldeilis ekki ein á þessari jörð ef þú heldur það. Skál fyrir þér og góða helgi kæri vinur, takk fyrir að hlusta. facebook.com/mordafordi instagram.com/mordafordi
more
32. Fljúgandi Limir og Eistu vol.II
2021/04/21
Morðaforða Miðvikudagur mættur enn á ný. Halelúja! En það er óvenjulega stuttur þáttur í dag, við biðjumst velvirðingar á því en bætum upp fyrir það með smámáli sem kemur út á laugardaginn. HALDIÐ YKKUR FAST! Í þessum þætti tekur Stella fyrir eistneskt mál og segir frá honum Johannes-Andreas Hanni. Hvílíkur og annar eins viðbjóður! Takk fyrir að hlusta og fyrir að vera þið sjálf.  facebook.com/mordafordi instagram.com/mordafordi
more
31. Fljúgandi Limir og Eistu vol. I
2021/04/14
Thirty one - The dirty one. Nei, nei, segjum bara svona. Við brögðuðum á bjórnum Flying Kock, mælum með! Lára réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur og tók fyrir dauða Brittany Murphy. En það var ýmislegt grunsamlegt í kringum það. Lára talaði líka alveg rosalega mikið og lengi svo hennar ljós fær að skína í þessum þætti. Stella tekur við í næstu viku. Farið vel með ykkur, elskuleg. facebook.com/mordafordi instagram.com/mordafordi
more

Podcast reviews

Read Morðaforði podcast reviews


5 out of 5
5 reviews

Podcast sponsorship advertising

Start advertising on Morðaforði & sponsor relevant audience podcasts


What do you want to advertise?

Ad Format

Campaign Budget

Business Details