Ormstungur er umræðuþáttur þar sem tveir kennarar, Hjalti Halldórsson og Oddur Ingi, ræða helstu Íslendingasögurnar á léttu nótunum.
Tilgangur hlaðvarpsins er að styðja við lestur og upplifun á Íslendingasögunum.
Podcast episodes
Check latest episodes from
Ormstungur podcast
7. Egils saga - Uppgjör
2022/06/17
Tungurnar gera söguna upp og skila henni aftur í skinnhandritið. Auðvitað klúðraðist margt og gleymdist fullt (til dæmis að keyra heim punktinn með að Egils saga er í rauninni ástarsaga þar sem sterkustu viðbrögð Egils eru vegna ástarinnar. Til Þórólfs, til Ásgerðar, til sonar síns og síðast en ekki síst ástarinnar á peningum.) En einhvern veginn blessaðist þetta alveg eins og hjá Agli sjálfum. En hver leikur hann í bíómyndinni? Hver talsetur hann í teiknimyndinni? Og hvar er silfrið? Hlustið og hlýðið.
Inn- og útgöngustef: Reynir Haraldsson
more
6. Egils saga - Aurasálin
2022/06/17
Síðasti valsinn stiginn undir tryllingslegum takti! Egill er eins manns hljómsveit með allt vopnabúrið á lofti. Við fáum töfralækninn, bardagamanninn, skyrhatandi uppkastarann, skáldið og elliæra æringjann. Skipinu er siglt í land… já eða strand. Stóra spurningin er þó: Getur Stebbi Jak róað Egil áður en hann eyðileggur partýið? Hlustið og hlýðið.
Gestur: Stefán Jakobsson
Inn- og útgöngustef: Reynir Haraldsson
more
5. Egils saga - Höggva mann og annan
2022/06/17
Lögmaðurinn Egill sprettur fram og gefur ekkert eftir frekar en fyrri daginn. Honum verður hins vegar lítið ágengt enda aldrei sniðugt að reyna að rukka Norðmann. Þá er bókstaflega ekkert annað í stöðunni en að tryllast, fjöldamyrða og reisa eins og eina níðstöng. Skallagrímur vill silfrið en maður fær ekki allt í lífinu. En við fáum brandara Ármanns þó í þessum þætti. Fatta Tungurnar hann? Hlustið og hlýðið.
Inn- og útgöngustef: Reynir Haraldsson
more
4. Egils saga - Bræðrabönd
2022/06/17
Ástsýki og ælur, skyrdrykkja og skærur. Víkingurinn válegi sprettur fram eins og mamma hafði spáð fyrir og heggur mann og annan. Bræður munu berjast, saman að vísu, en það endar samt ekki vel. Ekki frekar en að blanda skyri og öli í mallakút. Egill er leiður en það er ekkert sem silfurkista eða tvær lagar ekki. Eða hvað? Hlustið og hlýðið.
Inn- og útgöngustef: Reynir Haraldsson
more
3. Egils saga - Brestir bernskunnar
2022/06/17
Tungurnar leita á náðir uppeldisfræðimenntaða rithöfundarins Brynhildar Þórarinsdóttur til að ná tökum á æsku Egils. Kominn af hálftröllum og alinn upp af háöldruðum var drengurinn afskiptur í æsku en ofvirki ofurvitinn sem hann var líka fékk hann það sem hann vildi. Svona næstum því. Pabbi hans drap að vísu vini hans en hvað eru vinadráp milli vin… feðga? Er hamast? Já það er hamast! Hlustið og hlýðið.
Gestur: Brynhildur Þórarinsdóttir
Inn- og útgöngustef: Reynir Haraldsson
more
2. Egils saga - Örlög í Austurvegi
2022/06/17
Það er byrjað þar sem allar góðar sögur byrja, í Noregi. Tungurnar lenda harkalega og það kemur sennilega fæstum á óvart að þær eru mjög fljótlega í veseni. Þær þurfa að klóra sig í gegnum nokkrar vel skrollaðar vesturstrandar mállýskur áður en þær geta tæklað skallann á Skallagrími, hárið á Haraldi hárfagra og Finnlandsskattinn. Hvernig fer það? Hlustið og hlýðið.
Inn- og útgöngustef: Reynir Haraldsson
more
1. Egils saga - Lagt á borð
2022/06/17
Ólíkindatólið Egill Skallagrímsson var ekki bara maður óðsins heldur fullkomlega og án efa óður maður. Hvað eru Tungurnar að pæla að glíma við þennan mann? Ef hann var þá maður? Þær þurfa vopn. Þær þurfa verjur. Þær þurfa ráðgjöf. Þær þurfa, Ármann Jakobsson. Eftir að hafa heyrt í honum fyllast þær öryggi. Fölsku öryggi? Hlustið og hlýðið.
Gestur: Prófessor Ármann Jakobsson
Inn- og útgöngustef: Reynir Haraldsson
more
x Hjalti Halldórsson - Barnabókmenntir og Íslendingasögurnar
2022/06/05
Tungurnar hverfa djúpt inn í sjálfhverfuna og taka viðtal við sjálfar sig. Það er að segja Oddur spyr Hjalta spjörunum úr enda stúdíóið gluggalaust og heitasti dagur vorsins. Benni Erlings taldi Hjalta ruglaðan að gera barnabók um Egil Skallagrímsson, sturlaða fyllibyttu og fjöldamorðingja, en er kannski eitthvað við í því? Hlustið og hlýðið á af hverju Hjalti skrifar og af hverju um barnabækur innblásnar af Íslendingasögunum.
more
Kvikmyndarýni - Austmaðurinn (The Northman)
2022/05/30
Tungurnar eru vanar fljótaskrift á skraufþurrt skinnhandrit en reyndu sitt besta við að rýna í hina stafrænt skráðu, epísk-amerísku íslendingasagnaræmu Austmanninn. Vopnaðar súru slátri, mysu og signum silungi sátu þær sem dæmdar undir feðraveldisklámi Róberts Eggertsonar hins föðurlausa. Og ekki síðan þær sáu Ástrík og víkingana hafa þær verið jafn heillaðar af nokkru SJÓNarspili.
more
5. Króka-Refs saga - Sögulok
2022/04/21
Bragðarefurinn skýtur mönnum ref fyrir rass í síðasta sinn og það í Danmörku af öllum stöðum. Jesu kemur við sögu en hver í fjúkandi fjandanum var Pétur Postuli?! Hvað um það, tungurnar komast upp úr leðjunni og gera söguna upp í leiðinni. Spurning hvort þær leggja í frekari leiðangra eftir þessa krókaleið? (svarið er að sjálfsögðu já) Hlustið og hlýðið!
Styrktu okkur á https://www.patreon.com/ormstungur
Inn- og útgöngustef: Reynir Haraldsson
more
4. Króka-Refs saga - Virki og vítiseldar
2022/04/21
Sagan tekur á sig VIRKIlega ævintýralegan blæ. Sem betur fer eru tungurnar vel lærðar í verkfræðinni og fara auðveldlega með að útskýra skurðgröft og vatnsveitur á miðöldum… NOT! Þær eru á útivelli sem aldrei fyrr og gera varla lesið söguna sér til gamans hvað þá gagns. En einhvern veginn klárast nú þátturinn, eða hvað? Hlustið og hlýðið!
Styrktu okkur á https://www.patreon.com/ormstungur
Inn- og útgöngustef: Reynir Haraldsson
more
3. Króka-Refs saga - Gassagangur á Grænlandi
2022/04/21
Refurinn er sigldur frá skítaskerinu Íslandi, tekur land á stærstu eyju heims og gerist stórtækur á Grænlandinu góða. Skreytir sig með rostungstönnum og safnar selum eins og sannkallaður Nanook norðursins. En hómófóbían er víða og Daltonbræður miðaldanna æra óstöðugan með rógburði og ræfilsskap. Endar það vel? Hlustið og hlýðið!
Styrktu okkur á https://www.patreon.com/ormstungur
Inn- og útgöngustef: Reynir Haraldsson
more
Podcast Reviews
Read Ormstungur podcast reviews
5 out of 5
6 reviews
Harpa Rós
2021/07/26
Gott stöff
Frábærir þættir, leiða mann inní þennan heim á skemmtilegan og auðskilinn hátt