Mannlegi þátturinn

Advertise on podcast: Mannlegi þátturinn

Rating
4
from
4 reviews
This podcast has
232 episodes
Language
Publisher
Explicit
No
Date created
2016/12/21
Average duration
51 min.
Release period
-1 days

Description

Um litróf mannlífsins. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Social media

Check Mannlegi þátturinn social media presence


Podcast episodes

Check latest episodes from Mannlegi þátturinn podcast


Jóhannes og Sævar um Storm, vinkill og Starri lesandinn
2023/02/27
Eftir rúm tvö ár af faraldrinum og öllu sem honum fylgdi þá er ekki víst að margir hafi, við fyrstu tilhugsun, verið tilbúin að horfa á heila þáttaröð um faraldurinn. En engu að síður hefur nýja heimildarþáttaröðin Stormur náð að fjalla um þetta tímabil og baráttuna við COVID-19 þannig að fólk límist við skjáinn og getur ekki hætt að horfa. Í þáttunum er fylgst með störfum þeirra sem stjórnuðu aðgerðum í faraldrinum og einblínt er á mannlega hlið faraldursins og sagt frá sorgum og sigrum í baráttu þjóðarinnar við að hemja útbreiðslu veiru sem setti heimsbyggðina á hliðina. Við fengum tvo af þeim sem stóðu að þessum þáttum, þá Jóhannes Kr. Kristjánsson og Sævar Guðmundsson, til þess að segja okkur frá vinnslu þáttanna í þættinum. Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Í þetta sinn bar hann vinkilinn að bók úr einkasafni og fróðleiksþorsta almennt eins og hann orðar það sjálfur. Lesandi vikunnar í þetta sinn var Starri Reynisson bóksali og háskólanemi. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Starri talaði um eftirfarandi bækur: The Left Hand of Darkness e. Ursula Leguin Ljósagangur e. Dag Hjartarson Gestakomur í Sauðlauksdal e. Sölva Björn Sigurðsson Ljóðabækur Þórarins Eldjárns og þýðingu hans á Inferno e. August Strindberg Skugga-Baldur og Argóarflísina e. Sjón Tónlist í þættinum í dag: Ég er ekki að skilja ((Ást i framvinduhorfi) / Jón Ólafsson (Jón Ólafsson og Bjarki Karlsson) Það bera sig allir vel / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson og Bragi Valdimar Skúlason) Lífið er undur / Egill Ólafsson og Ellen Kristjánsdóttir (Egill Ólafsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
more
Berglind um áföll, einstök börn og sviptivindar
2023/02/28
Við héldum áfram á vegferð okkar að skoða og fræðast um áföll og afleiðingar áfalla. Gríðarlega stór hluti samfélagsins glímir við afleiðingar áfalla, auðvitað geta áföllin verið misstór og staðið yfir í mislangan tíma, en ef fólk kemst ekki yfir þau og fær ekki hjálp að vinna úr þeim þá geta afleiðingarnar fylgt þeim ævilangt. Berglind Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur á geðsviði Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, er einn helsti sérfræðingur á Íslandi um áföll og áfallastreituröskun og hún hjálpaði okkur að skilja betur áföll, afleiðingar þeirra og hver meðferðarúrræðin eru. 28. febrúar er alþjóðlegur dagur sjaldgæfra sjúkdóma. Í tilefni dagsins verða kennileiti um allan heim lýst upp og hér á landi verða Perlan, Harpa og Hallgrímskirkja formlega með. Í dag verður sérstakt málþing á vegum Einstakra barna um stöðu foreldra barna með sjaldgæfa sjúkdóma. Ingibjörg Björnsdóttir kom í þáttinn og sagði okkur frá niðurstöðum úr meistararitgerð sinni um kulnun hjá foreldrum barna með sjaldgæfa sjúkdóma. Með henni kom Guðrún Helga Harðardóttir fjölskyldufræðingur og framkvæmdastjóri hjá Einstökum börnum. Elín Björk Jónasdóttir kom svo til okkar í dag í sitt vikulega veðurspjall. Við komumst auðvitað ekki hjá því að ræða við hana veðrið sem hefur verið undanfarið og hvað er framundan, en hún fræddi líka okkur um sviptivinda. Tónlist í þættinum í dag: Vindur / Magnús Eiríksson og KK (Kristján Kristjánsson og Magnús Eiríksson) A Change is Gonna Come / Sam Cooke (Sam Cooke) Mississippi / The Cactus Blossoms (Torrey) Ég man þá tíð / Uppáhellingarnir (Jón Múli og Jónas Árnasynir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
more
Kambey hlýjuhof, Svæðisgarðurinn Snæfellsnes og póstkort
2023/03/01
Við fræddumst í dag um Kambey hlýjuhof í Ölfusi. Parið Andrea Eyland og Þorleifur Kamban standa á bak við Kambey, sem þau kalla andrými fyrir foreldra. Þau eiga hrúgu af börnum, eins og þau orða það sjálf, og hafa gert bók, sjónvarpsþætti og hlaðvarp um barneignir frá flestum hliðum, en eins og þau segja þá er það markmið þeirra að gera heiminn örlítið betri fyrir foreldra og börn. Ólöf Þóra Sverrisdóttir kom í þáttinn ásamt Andreu Eyland og þær sögðu okkur betur frá Kambey. Hvað er Svæðisgarður? Hvaða tilgangi þjónar hann og hvert er markmiðið? Svæðisgarðurinn Snæfellsnes var stofnaður 2014 að evrópskri fyrirmynd og er sá eini sinnar tegundar á Íslandi. Framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins er Ragnhildur Sigurðardóttir og hún sagði okkur í dag frá leyndardómum garðsins og Snæfellsness og fræðslukvöldi Vitafélagsins í kvöld í Sjóminjasafninu Grandagarði, þar sem Ragnhildur mun segja frá Svæðisgarðinum. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins sagði hann frá Alicante og nokkrum dögum þar og svo heimferðinni til Vestmannaeyja. Magnús er einn af sófaspesíalistum sem pæla í samgöngum milli Eyja og lands og setur fram hugleiðingar sínar í þeim efnum. Þar á eftir segir hann frá minnkandi fiskneyslu landsmanna sömuleiðis tilraunum til að draga úr kjötneyslu í Evrópusambandinu, en hún er þar tvöföld á við heimsmeðaltal. Tónlist í þættinum í dag: Verðbólgan / Brimkló (Björgvin Halldórsson og Kjartan Heiðberg) Bewitched, bothered and bewildered / Cher og Rod Stewart (Hart & Rodgers) New Blue Moon / Traveling Wilburys Paris In the Spring / Jo Basile og félagar (Revel & Kern) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
more
Áfallatengd svefnvandamál, starfslok og Konukot
2023/03/02
Edda Björk Þórðardóttir lektor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og sálfræðingur á geðsviði Landspítala kom í þáttinn í framhaldi af umfjöllun okkar undanfarið um áföll, afleiðingar áfalla og meðferðarúrræði. Edda Björk fræddi okkur í þættinum um áfallatengd svefnvandamál sem sum upplifa í kjölfar áfalla, en þau geta orðið þrálát. Margir upplifa nýtt líf eftir starfslok og hjá Vinnuvernd eru haldin námskeið þar sem farið er yfir atriði sem gott er að vita til að njóta lífsins eftir starfslok. Meðal annars er fjallað um lífeyrismál, réttindi, húsnæðismál, fjármál, eignir, áhugamál ofl. Sigþrúður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri á eftirlaunum, eins og hún kallar sig, kom í þáttinn og fræddi okkur frekar um þetta. Kolbrún Kolbeinsdóttir kom svo til okkar, en hún var að útskrifast úr meistaranámi í kynjafræði og lokarannsókn hennar í náminu fjallar um konur í Konukoti, konur sem glíma við heimilisleysi. Hún talaði við konur sem hafa notað eða nota Konukot, hún talaði við forstöðufólk og rekstraraðila í málaflokki heimilislausra og fór í þau skýli sem eru í boði fyrir heimilislausa karla í Reykjavík og bar samana aðstöðuna við Konukot. Kolbrún sagði okkur frá því hverju hún komst að í þessu verkefni. Tónlist í þættinum í dag: Ferrari / Ragnheiður Gröndal (Páll Torfi Önundarson) Í kjallaranum / KK Sextett (Jón Sigurðsson) Come Fly With Me / Frank Sinatra (Sammy Cahn & Jimmy Van Heusen) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
more
Erna Hrönn föstudagsgestur og matarspjall um kaffi
2023/03/03
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Erna Hrönn Ólafsdóttir söngkona. Hún er nýkomin aftur til landsins eftir að hafa tekið þátt í undankeppni Eurovision í San Marino. Yfir þúsund sendu inn lög í keppnina og hún komst í gegnum fyrstu síu og í undanúrslit. Þetta er svo sannarlega ekki í fyrsta sinn sem hún tekur þátt í undankeppni fyrir Eurovision því það hefur hún gert margoft hér á landi. Við fórum með henni aftur í tímann og hún sagði okkur frá uppvaxtarárunum fyrir norðan, söngnum og söngnáminu, flutningnum suður, söngferlinum og auðvitað þessu ævintýri í San Marino. Sigurlaug Margrét kom svo til okkar í matarspjall og þar var rætt um kaffi. Franskt kaffi, ítalskt kaffi, kaffi á Íslandi í gegnum tíðina, kaffisull, biscotti, matarkex og margt fleira. Tónlist í þættinum í dag: Á Akureyri / Svanfríður (Óðinn Valdimarsson) Your Voice / Erna Hrönn Ólafsdóttir (Arnar Ástráðsson og Erna Hrönn Ólafsdóttir) Húmar að kveldi / Erna Hrönn Ólafsdóttir og Pálmi J. Sigurhjartarson (Stephen C. Foster og Jón frá Ljárskógum) Kaffi til Brasilíu / Stefán Hilmarsson og Milljónamæringarnir (Hillard, Miles og Stefán Hilmarsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
more
Heitar sósur, bjölluvinkill og Þorbjörg lesandinn
2023/03/06
Við forvitnuðumst um fyrirtæki sem var stofnað árið 2018 á Djúpavogi. Þar eru framleiddar heitar sósur, eða svokallaðar hot sauce, uppá enskuna. Það eru þau William Óðinn Lefever og Gréta Mjöll Samúelsdóttir sem standa að fyrirtækinu og sósa úr þeirra framleiðslu var fyrsta íslenska heita sósan til að koma á markað. Síðan þá hefur vörunum þeirra fjölgað og starsemi þeirra vaxið. Við skruppum í heimsókn til þeirra Óðins og Grétu í þættinum í dag. Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni eins og aðra mánudaga. Í dag lagði Guðjón Helgi vinkilinn að klukkum og bjöllum og skoða þær frá margvíslegum vinklum. Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Þorbjörg Þorvaldsdóttir, málfræðingur, kennari og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Hún sagði frá eftirtöldum bókum og höfundum: Veisla í greninu e. Juan Pablo Villalobos, María Rán Guðjónsdóttir þýddi á íslensku, Rythm of War e. Brandon Sanderson (hluti af Storm light archive bókunum), Sjö systur e. Lucinda Riley, Sossubækurnar eftir Magneu frá Kleifum, Þagnarbindindi e. Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur og Við Urðarbrunn og Nornadómur e. Vilborgu Davíðsdóttur. Tónlist í þættinum í dag: Franskar (sósa og salat) / Stuðmenn (Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson og Gunnar B. Jónsson) Kærleikur og tími / KK (Kristján Kristjánsson) Sólin er komin / Mugison (Örn Elías Guðmundsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
more
Fræðslustarf Alþingis, ævintýralegt samstarf og kuldakast
2023/03/07
Við fræddumst um hvernig hinir ýmsu hópar, allt frá leikskólabörnum uppí háskólanema, eru fræddir um sögu og starfsemi Alþingis. Við fengum til okkar Helgu Einarsdóttur, fræðslustjóra á skrifstofu Alþingis, sem sagði okkur margt fróðlegt um fræðslustarf Alþingis. UNICEF á Íslandi og Moomin Character Ltd. í Finnlandi eru komin í samstarf, ævintýralegt samstarf er óhætt að segja því UNICEF fékk hönnunarteymi ÞYKJÓ og Ævar Þór Benediktsson, sendiherra UNICEF á Íslandi, með í lið að skapa upplifun fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Ævintýraferðalag byggt á Múmínsögu Tove Jansson, sem byggir á grunngildum um kærleika, umburðarlyndi, samkennd og ævintýri. Við fengum þau Sigríði Sunnu Reynisdóttir frá ÞYKJÓ og Friðrik Agna Árnason frá UNICEF til að segja okkur meira frá þessu verkefni í þættinum í dag. Elin Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í sitt vikulega veðurspjall í dag. Veðrið hefur alltaf spilað stórt hlutverk í lífi okkar Íslendinga, enda geta veður verið válynd hér á landi, sérstaklega á þessum árstíma og skjótt skipast veður í lofti og allt það. Eftir veðurblíðu undanfarið er að snöggkólna. Hún sagði okkur frá yfirstandandi kuldakasti í veðurspalli dagsins, því nú bregður svo við að það er kaldara sums staðar í Evrópu en á Íslandi. Tónlist í þættinum í dag: Það er svo skrýtið / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Eiríksson og Vilhjálmur Vilhjálmsson) Áh kundu á tíðarhavi / Mikael Blak & Eivör Pálsdóttir (Hanus G. Johansen og Poul F. Joensen) Hope You?re Crying / Heiðrik á Heygum (Heiðrikur á Heygum og Sebastian Lundberg) Leyndarmál / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson, Einar Georg Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
more
SPES barnahjálp, baráttudagur kvenna og átröskun
2023/03/08
Samtökin SPES barnahjálp í Tógó hélt upp á 20 ára afmæli síðastliðinn sunnudag. Njörður P. Njarðvík, prófessor emiritus, stofnaði samtökin ásamt Claude Voilleau frá Frakklandi og heimafólki í Tógó. Spes International rekur 2 þorp í Tógó fyrir vegalaus börn, þar sem þau ganga í leikskóla og almenna skóla og lagt er fyrir í menntunarsjóð til framtíðar fyrir börnin. Anna Svava Knútsdóttir leikkona þekkir vel til samtakanna og kom meðal annars fram á sunnudaginn og hún kom í þáttinn í dag og sagði okkur betur frá starfsemi samtakanna og frá dvöl sinni í Tógó í þorpi sem SPES rekur. Í dag er 8. mars, sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Við rifjuðum upp sögu þessa dags í þættinum og tókum stöðuna á réttindabaráttu kvenna eins og hún birtist okkur í dag. Og til þess að spjalla um þetta víðfema og mikilvæga málefni fengum við til okkar Ragnheiði Kristjánsdóttur, prófessor í sagnfræði, en hún hefur rannsakað kvenna- og kynjasöguna og var til dæmis ein þeirra sem skrifuðu bókina Konur kjósa sem kom út árið 2020. Við fengum svo Örnu Pálsdóttur í viðtal, en hún birti á mánudaginn pistil á vísi.is sem heitir: Leyfið mér að kynna ykkur fyrir óvini mínum þar sem hún rekur reynslusögu fjölskyldunnar eftir að dóttir hennar greindist með átröskun. Pistillinn er ákall um hugarfarsbreytingu til geðraskana og ákall um heilbrigðiskerfi sem veiti barninu hennar nauðsynlega þjónustu, en í pistlinum segir hún að þeim hafi mætt úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu. Tónlist í þættinum í dag: Ég er kona / Hljómsveitin Eva (Jóhanna Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoníasardóttir) Chok Chok / PPCX (Peter Pan Complex) Í löngu máli / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
more
Jóhanna Birna, Lifðu núna og börn við fátækt
2023/03/09
Jóhanna Birna Bjartmarsdóttir vakti mikla athygli á dögunum þegar hún hélt erindi á ráðstefnu BUGL um skólaforðun, áskoranir og úrræði. Hennar skólaganga gekk aldeilis ekki þrautalaust, hún átti mjög erfitt með lestur því hún er lesblind, auk þess að vera með ADHD, á einhverfurófi, auk þess að glíma við mikil heilsufarslegar áskoranir, en á tímabili var hún bundin við hjólastól og rúmliggjandi vegna veikinda. Á magnaðan hátt fann hún sína leið og í dag stundar hún nám í menntavísindum og heilsueflingu í virtum háskóla í Bandaríkjunum og ætlar sé að nýta sér sína reynslu og menntun til að aðstoða börn í svipaðri stöðu og hún var í. Jóhanna Birna deildi sögu sinni í þættinum í dag. Vefsíðan Lifðu núna var stofnuð árið 2014 og markmiðið var að gera líf og störf þeirra sem eru komnir um og yfir miðjan aldur sýnilegri og auka umræðu um þau málefni sem tengjast þessu æviskeiði. Fjölmennustu árgangar Íslandssögunnar eru að eldast og á næstu áratugum mun fjölga verulega í þeim hópi sem verður 55 ára og eldri og það er reiknað með að árið 2050 verði um fjórðungur þjóðarinnar kominn á eftirlaun. Á þessum aldri hefst nýtt æviskeið, sem stundum er kallað þriðja æviskeiðið, með nýjum viðfangsefnum og áskorunum. Erna Indriðadóttir, stofnandi síðunnar, kom í þáttinn í dag. Barnaheill hefur ýtt úr vör undirskriftarsöfnun til að þrýsta á stjórnvöld til að grípa til aðgerða og marka sér stefnu til að uppræta fátækt á Íslandi. Samkvæmt nýrri skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla búa um 10.000 börn við fátækt á Íslandi og hefur sú tala hækkað á milli ára. Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheill, kom í þáttinn og sagði betur frá þessu. Tónlist í þættinum í dag: Sól mín sól / Anna Pálína Árnadóttir (Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Piensa en mí / Linda Ronstadt (Augustin Lara) Time and Tears / Dolly Parton (Dolly Parton) Illi milli / Ragnhildur Gísladóttir (Ragnhildur Gísladóttir) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
more
Sólveig Arnarsd. föstudagsgestur og matarspjall um rasp
2023/03/10
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Sólveig Arnarsdóttir leikkona. Hún er nýstigin úr hlutverki Lafði Macbeth á sviði Borgarleikhússins og leikur nú Jackie Kennedy í leikritinu Prinsessuleikarnir eftir Nóbelsskáldið Elfriede Jelinek í þýðingu Bjarna Jónssonar og leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. Sólveig er nátengd leikhúsinu frá því hún man eftir sér, enda eru foreldrar hennar Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og Arnar Jónsson leikari. Sólveig hóf að leika sjálf ung og við fengum hana í dag til að segja okkur frá æskunni og uppvextinum, fyrstu skrefunum í leiklistinni, námsárunum og ferlinum í Þýskalandi þar sem hún hefur leikið á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum. Og svo sagði Sólveig okkur auðvitað frá þessu nýjasta verkefni sem hún frumsýnir eftir viku. Í matarspjalli dagsins var rasp til umræðu. Það er hægt að elda ýmislegt með brauðraspi, það eru til ýmsar útfærslur á raspinu sjálfu og meira að segja hvort á að segja rasp eða raspur og við einmitt ræddum það með Sigurlaugu Margréti í dag. Tónlist í þættinum í dag: Heroes / David Bowie (David Bowie & Brian Eno) Endurfundir / Upplyfting (Sigfús E. Arnþórsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
more
Sjúkraflutningar, hádegismatur og Ágústa Eir lesandinn
2023/03/13
Valur Freyr Halldórsson var nú nýlega ráðinn f*g- og verkefnisstjóri hjá Sjúkraflutningaskólanum en hann er menntaður hjúkrunarfræðingur og bráðatæknir og hefur starfað hjá Slökkviliði Akureyrar síðastliðin 21 ár. Valur var í þættinum í dag og sagði okkur frá Sjúkraflutningaskólanum. Það er mánudagur og þá fengum við vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni úr Flóanum. Í dag bar Guðjón vinkilinn að hádegismat fyrr og nú. Og svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Ágústa Eir Gunnarsdóttir ráðgjafi á Sjónstöð Íslands og kattafræðingur. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Ágústa Eir talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Plómur e. Sunnu Dís Másdóttir Skólaljóðin og Í gegnum ljóðmúrinn (safn ljóða frá 20.öld) Dropi úr síðustu skúr e. Anton Helgi Jónsson Guli kafbáturinn e. Jón Kalmann Var, er og verður Birna e. Ingibjörg Hjartardóttir Systraklukkurnar e. Lars Mytting Markús Árelíus e. Helga Guðmundsson Beðið eftir barbörunum e. J.M. Coetzee) Tónlist í þættinum í dag: Ferðalag / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon, Gunnar B. Jónsson og Tómas M. Tómasson) Enginn veit / Sigrún Harðardóttir (McCartney & Lennon, Eysteinn Jónasson) Smile / Susanne Kessel (Charles Chaplin) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
more
Íslandsklukkan, bíó fyrir alla og íslensk veðurhugtök
2023/03/14
Ny?tt leikverk eftir leikhópinn Elefant byggt á einni ástsælustu skáldsögu þjóðarinnar, Íslandsklukku Halldórs Laxness. Leikhópurinn Elefant samanstendur af ungum íslenskum leikurum sem í samvinnu við Þorleif Örn Arnarsson leikstjóra frumsýna á fimmtudaginn í Kassanum í Þjóðleikhúsinu.María Thelma Smáradóttir, sem leikur Snæfríði Íslandssól í sýningunni kom í viðtal í dag og sagði okkur meðal annars frá því að þetta hefði verið draumahlutverkið hennar frá því hún var unglingur og las söguna fyrst. Við forvitnuðumst svo um sérstakar kvikmyndasýningar í Bíó Paradís, en þar er hefur verið unnið undanfarið að því að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða að allri aðstöðu og bíósýningarnar hafa verið aðlagaðar til dæmis fyrir blinda, heyrnaskerta og einhverfa og boðið hefur verið upp á bíósýningar á óhefðbundnum tímum fyrir þau sem það vilja. Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradís kom í þáttinn í dag. Svo komu þær saman til okkar í veðurspjall, Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur og Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur Ríkisútvarpisins. Við ræddum við þær saman um íslensk veðurhugtök. Þau geta verið mjög lýsandi, falleg, fyndin, skrýtin og mjög oft mjög áhugaverð. Það var skemmtilegt spjall um íslensku veðurhugtökin með Önnu Sigríði og Elínu Björk í dag. Tónlist í þættinum í dag Kúst og fæjó / Heimilistónar (Heimilistónar) Almost Over You / Önnu Jónu Son (Haraldur Ingi Þorleifsson) Allt að gerast / Ásgeir Ásgeirsson Trio (Ásgeir Ásgeirsson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
more

Podcast reviews

Read Mannlegi þátturinn podcast reviews


4 out of 5
4 reviews

Podcast sponsorship advertising

Start advertising on Mannlegi þátturinn & sponsor relevant audience podcasts


What do you want to promote?

Ad Format

Campaign Budget

Business Details