Morgunvaktin

Advertise on podcast: Morgunvaktin

Rating
3
from
2 reviews
Categories
This podcast has
117 episodes
Language
Publisher
Explicit
No
Date created
2017/03/01
Average duration
130 min.
Release period
-1 days

Description

Helstu mál líðandi stundar krufin til mergjar. Umsjón með Morgunvaktinni hafa Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Social media

Check Morgunvaktin social media presence


Podcast episodes

Check latest episodes from Morgunvaktin podcast


Óbreyttir stýrivextir gleðiefni
2023/10/04
Húsnæðismál voru á dagskrá í dag. Sá mikilvægi málaflokkur er ekki í góðu horfi; það vantar húsnæði og fyrir vikið er verðið; kaupverð og húsaleiga, hærra en góðu hófi gegnir. Fyrir rúmum mánuði var efnt til árlegs húsnæðisþings; við spurðum aðstoðarforstjóra Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hvort margt hafi komið þar fram sem teljast má jákvætt fyrir málaflokkinn; hvort útlit sé fyrir að ástandið fari að lagast. Um þessar mundir eru fimmtán ár liðin frá gjaldþroti Lehman Brothers bankans bandaríska. Hann var á sínum tíma talinn svo stór og mikilvægur að hann gæti ekki farið á hausinn. Fáeinum vikum síðar voru sett neyðarlög á Íslandi og ríkið tók yfir meira eða minna allt íslenska bankakerfið. Ásgeir Brynjar Torfason, ritstjóri Vísbendingar, rifjaði upp þrot Lehman. Ásgeir Brynjar var svo áfram hjá okkur þegar upplýst var um nýja vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands. Ákveðið var að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25%. Í síðasta kafla þáttarins lékum við svo nýja tónlist; tvö lög af Kríu, plötu Kristínar Lárusdóttur en Kristín eða Selló-Stína eins og hún kallar sig blandar saman í verkum sínum rímnakveðskap, raftónlist og sellóleik. Kristín heldur hljómleika í Hörpu í kvöld. Tónlist: Cooke, Sam - Only sixteen. Kristín Lárusdóttir - Dreyra dýja. Kristín Lárusdóttir - Læst í klaka.
more
Áttatíu ár frá flótta danskra gyðinga til Svíþjóðar
2023/10/05
Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann og fletti sögubókunum. Áttatíu ár eru um þessar mundir frá því að fjölda gyðinga í Danmörku tókst að sleppa undan Nasistum, yfir til Svíþjóðar. Við rifjuðum þetta upp og heyrðum brot úr dönskum þætti um flóttann og úr viðtali við mann sem var í hópnum. Konur sinna meirihluta heimilisverka samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Þar á meðal er ábyrgðin á því að kaupa í matinn, elda hann og ganga frá. Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessor í næringarfræði kom til okkar með ráðlagðan dagskammt af jafnari skiptingu heimilisverka. Hjónin Auður Vala Gunnarsdóttir íþróttakennari og Helgi Sigurðsson tannlæknir hafa undanfarin ár tekið þátt í uppbyggingu á Borgarfirði eystri, og stofnað þar fyrirtæki. Þau tóku þátt í verkefninu Brothættar byggðir þar, og síðar í dag segja þau frá reynslu sinni á tíu ára afmælismálþingi þess verkefnis. Við heyrðum af uppbyggingu þeirra og reynslunni af Brothættum byggðum. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Parton, Dolly - Joleen. Hljómar - Bláu augun þín. Hljómar - Fyrsti kossinn. Þórir Úlfarsson, Hljómar - Mývatnssveitin er æði.
more
Utanríkismál, brothættar byggðir og það góða við kennarastarfið
2023/10/06
Fyrstu gestir okkar voru alþingismenn; til okkar komu Diljá Mist Einarsdóttir og Logi Már Einarsson. Við töluðum einkum um utanríkismál og afstöðu þeirra til þess sem er að gerast í heiminum þessi dægrin, en bæði sitja í utanríkismálanefnd þingsins. Við héldum líka áfram umfjöllun um aðgerðir stjórnvalda til að styrkja fámennari byggðarlög í landinu í gegnum verkefnið Brothættar byggðir. Fyrir liggur úttekt á árangrinum sem kynnt var á málþingi á Raufhöfn í gær. Helga Harðardóttir og Kristján Halldórsson hjá Byggðastofnun ræddu þessi mál. Nú stendur alþjóðleg kennaravika og sjálfur Kennaradagurinn var í gær. Af því tilefni kom formaður Kennarasambandsins, Magnús Þór Jónsson, til okkar. Við spjölluðum við hann um allt það góða og jákvæða við kennarastarfið - létum leiðindi á borð við kjaramál, álag og erfiða foreldra eiga sig að þessu sinni. Tónlist: Haynes, Roy, Malachi, John, Benjamin, Joe, Vaughan, Sarah - They can't take that away from me. Hammond, Albert - It never rains in southern California. Kristjana Stefánsdóttir - Better days blues. Kristjana Arngrímsdóttir - Ég hitti þig.
more
Heimsmálin og sameining á Vestfjörðum
2023/10/09
Fjallað var um ástand mála í Nagorno-Karabakh og það sett í sögulegt ljós. Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði við HÍ, fór aftur til nítjándu aldar til að útskýra átök Armena og Azera. Í spjalli um stjórnmál í Evrópu sagði Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, m.a. frá fordæmingu leiðtoga í álfunni og Evrópusambandsins á loftárásum Hamas á Ísrael. Hann fjallaði líka um kosningar hér og þar í Evrópu, bæði nýliðnar og væntanlegar. Í dag hefst atkvæðagreiðsla um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. Lilja Magnúsdóttir, oddviti á Tálknafirði, spjallaði um sameininguna og ávinning af henni. Tónlist: I?m your man - Leonard Cohen, I got it bad and that ain?t good - Keith Jarrett, I gotta right to sing the blues - Count Basie og Sarah Vaughan, Honeysucle Rose - Ben Webster. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.
more
Friður, efnahagsmál, Þýskaland og hálendið
2023/10/10
Alþjóðleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs stendur í Reykjavík í dag og á morgun. Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar HÍ og Guðmundur Hálfdánarson stjórnarformaður ræddu um ráðstefnuna, setrið og ástandið í heimininum. Guðmundur ræddi sérstaklega um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, fjallaði um efnahag og samfélag. Hann ræddi m.a. um hríðlækkandi virði Marels, áform Kviku um að selja TM, góðan hagnað í sjávarútvegi. Í Berlínarspjalli sagði Arthúr Björgvin Bollason frá úrslitum fylkiskosninga í Hessen og Bæjaralandi en stjórnarflokkarnir fengu skell. Hann sagði líka frá miklum umræðum í Þýskalandi um innflytjendamál en vaxandi óánægja er með fjölda innflytenda í landinu og stefnu ríkisstjórnarinnar í málaflokknum. Hálendishátíð Landverndar fer fram í Iðnó í Reykjavík annað kvöld. Auður Önnu Magnúsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri samtakanna, spjallaði um hálendið. Hún vill koma á fót miðhálendisþjóðgarði svo hálendinu verði forðað frá uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu og frekari virkjunum. Hún ræddi líka um árin sex í starfi, loftlagsmál og fleira. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.
more
Afsögn Bjarna Benediktssonar og afleiðingar
2023/10/11
Við fjölluðum í dag um afsögn Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Hann upplýsti um ákvörðun sína í gærmorgun, um það bil klukkustund eftir að álit Umboðsmanns alþingis um hæfi hans við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, var birt opinberlega. Bjarni hafði þá haft nokkra daga til að velta málinu fyrir sér. Álit Umboðsmanns er á köflum á nokkuð flóknu lagamáli - við reyndum að útskýra það á mannamáli hér eftir stutta stund með Trausta Fannari Valssyni, dósent í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands. Við ræddum ákvörðun Bjarna út frá pólitísku siðferði með Henry Alexander Henryssyni heimspekingi. Hér voru líka formenn þingflokka Framsóknarflokksins og VG, samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn; þau Ingibjörg Ísaksen og Orri Páll Jóhannsson. Við ræddum þessa nýju stöðu í ríkisstjórninni við þau. Þær Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, komu líka til okkar. Í síðasta hluta þáttarins var rætt um dönsk málefni með Borgþóri Arngrímssyni. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Hvert örstutt spor - Einar Scheving kvartett. Jeg elsker kun dig - Bamses venner.
more
Mörg tækifæri í því að bæta heilbrigðisþjónustuna
2023/10/12
Claudia Goldin hagfræðingur hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár. Hún er aðeins þriðja konan sem hlýtur þessi verðlaun, sem eru veitt í minningu Alfreds Nobels en eru í raun hagfræðiverðlaun seðlabanka Svíþjóðar. Herdís Steingrímsdóttir, dósent í hagfræði við Copenhagen Business School, sagði frá Goldin og rannsóknum hennar. Bogi Ágústsson ræddi við Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, í Heimsglugganum. Staða heimsmálanna og ný bók Hilmars voru til umfjöllunar. Ráðlagður dagskammtur var á dagskránni, Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, talaði um orkudrykki og glúten í dag. Davíð O. Arnar, yfirlæknir á hjartadeild Landspítalans og prófessor við Háskóla Íslands, sér ýmis tækifæri í heilbrigðisþjónustu hér á landi. Hann ræddi við okkur um betra skipulag í heilbrigðisþjónustu, fjarheilbrigðisþjónustu, notkun erfðaupplýsinga og um það sem honum þykir hafa verið vanmetið meðal heilbrigðisstarfsmanna - hlutverk almennrar heilsueflingar. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Oh lady be good! - Benny Goodman
more
Skelfilegt ástand og enginn friður í sjónmáli
2023/10/13
Við fjölluðum um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs í þættinum í dag. Það er í einu orði sagt skelfilegt. Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur ræddi við okkur um stöðu mála. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, sagði okkur frá nýjustu vendingum í málum flugfélagsins SAS, áhrifum veikrar sænskrar krónu á ferðaþjónustuna og um það að frá lokum októbermánaðar verður hægt að fljúga milli Akureyrar og London með Easyjet. Föstudagurinn þrettándi er í dag, og samkvæmt hjátrúnni er það alræmdur ólukkudagur. Símon Jón Jóhannsson þjóðfræðingur sagði okkur frá hjátrúnni sem tengist deginum. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: King, Carole - Come down easy. Magnús Eiríksson, Ellen Kristjánsdóttir - Í hlekkjum. Mahotella Queens, Tloubatla, Hilda - Ubusuku nemini. Police, The - Every breath you take. Wilson, Shadow, Greene, Freddie, Basie, Count, Young, Lester, Richardson, Rodney - Back home in Indiana. Pétur Grétarsson, Gunnar Hrafnsson, Anna Pálína Árnadóttir, Gunnar Gunnarsson Píanóleikari - Haustvísa.
more
Útlit fyrir breytingar í pólskum stjórnmálum
2023/10/16
Stólaskipti Bjarna Benediktssonar og Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur voru til umfjöllunar. Sú ráðstöfun kom sumum á óvart en öðrum ekki. Við fórum yfir atburðarásina og mátum pólitíska ástandið með Eiríki Bergmann stjórnmálafræðingi. Við ræddum kosningarnar í Póllandi í gær og veltum fyrir okkur stöðunni í stjórnmálunum þar út frá þeim upplýsingum sem fyrir ligga - það bendir jú ýmislegt til þess að stjórnin hafi fallið. Með okkur voru fréttamennirnir Björn Mamlquist og Margrét Adamsdóttir. Sinnepsgerð og smáframleiðsla matvæla almennt voru svo til umfjöllunar í síðasta hluta þáttarins. Býsna margt fólk framleiðir hér matvæli í smáum stíl og selur í verslanir. Í þeim hópi er Svava Hrönn Guðmundsdóttir sem framleiðir sinnep - hún er líka formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla. Tónlist: Young, Neil, Crazy Horse - I believe in you. Elín Eyþórsdóttir Söebech - Get away. Stórsveit Reykjavíkur, Egill Ólafsson - It don't mean a thing if it ain't got that swing.
more
Íbúðirnar heim, Berlínarspjall og Endurmenntun
2023/10/17
Í spjalli um efnahag og samfélag ræddi Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, m.a. um kaup íslenskra lífeyrissjóða á rúmlega 1.600 íbúðum af norsku félagi en áður voru þær í eigu Heimavalla og enn áður í eigu Íbúðalánasjóðs. Áform ríkisstjórnarinnar um sölu á eftistandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka voru líka rædd og staða ÍL-sjóðs málsins. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, er gagnrýndur í heimalandinu fyrir að hafa hitt emírinn af Katar á dögunum en sá styður Hamas. Scholz er nú kominn til Ísraels en þýsk yfirvöld styðja Ísraelsstjórn. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá í Berlínarspjalli. Bókamessan í Frankfurt og sýning um ævi og störf ljóðasöngvarans Wolf Biermann voru einnig til umfjöllunar. Í lok þáttar var rætt við Höllu Jónsdóttur endurmenntunarstjóra en 40 ára afmæli Endurmenntunar HÍ var fagnað á dögunum. Tugir þúsunda hafa setið námskeið Endurmenntunar sér til gagns eða gamans á árunum 40. Tónlist: To you, sveetheart, aloha - Louis Armstrong, Love me or leave me - Lester Young & Teddy Wilson Quartet, I hope that I don?t fall in love with you - Emilíana Torrini. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
more
Framtíð læknisþjónustu, laxveiði og hagvöxtur í heiminum
2023/10/18
Framtíð læknisþjónustu á Íslandi var til umræðu í þætti dagsins. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, situr í nýjum starfshópi um málið og ræddi við okkur um áskoranir og líka tækifæri í heilbrigðisþjónustunni. Laxveiðin í sumar var tregari en veiðimenn óskuðu. Árnar voru margar hverjar vatnslitlar og laxinn almennt lítið spenntur fyrir að taka. Guðni Guðbergsson hjá Hafrannsóknastofnun ræddi um ástand og horfur í laxveiðinni - og þar er ýmislegt fleira undir en vatnsmagn í ám. Hann ræddi líka um laxeldi, lús og hnúðlaxa. Dregið hefur úr hagvexti í heiminum og útlit fyrir að enn dragi úr. Við fórum yfir þetta og ýmislegt fleira með Ásgeiri Brynjari Torfasyni, ritstjóra Vísbendingar. Umsjón höfðu Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Krauss, Alison, Plant, Robert - Your long journey. Batilangandi, Biolo, Kolosoy, Wendo - Yebisa Banganga.
more
Hörmungar fyrir botni Miðjarðarhafs, kvennafæði og friðlýsingar
2023/10/19
Við fórum út í heim með Boga Ágústssyni. Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs var til umfjöllunar - skelfingarnar þar - og við minntumst líka Martti Attisari sem lést á mánudaginn. Hann var forseti Finnlands í sex ár en er ekki síst minnst fyrir framlag sitt til friðar í heiminum. Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði, var líka með okkur. Konur og matur voru efst á matseðlinum hjá okkur í dag - tilefnið er kvennafríið eða kvennaverkfallið á þriðjudaginn. Mataræði og matarvenjur, og ekki síst þörf fyrir tiltekin næringarefni er ekki eins hjá kynjunum. Undir lok þáttar fórum við í söguna; við forvitnuðumst um Skrúð við Núp í Dýrafirði og elstu byggðina á Ísafirði, í Neðstakaupstað, - tilefnið er nýleg friðlýsing Skrúðs og sérstök vernd Neðstakaupstaðar. Jóna Símonía Bjarnadóttir, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða sagði okkur frá þessum perlum tveim. Tónlist: Skúli Sverrisson - Without memory. Miller, Glenn and his Orchestra, Nelson, Skip, Modernaires, The - That old black magic. Ingibjörg Elsa Turchi - Epta.
more

Podcast reviews

Read Morgunvaktin podcast reviews


3 out of 5
2 reviews

Podcast sponsorship advertising

Start advertising on Morgunvaktin & sponsor relevant audience podcasts


What do you want to promote?

Ad Format

Campaign Budget

Business Details