Draugar fortíðar

Advertise on podcast: Draugar fortíðar

Rating
5
from
71 reviews
Categories
This podcast has
128 episodes
Language
Publisher
Explicit
No
Date created
2020/05/27
Average duration
113 min.
Release period
26 days

Description

Flosi Þorgeirsson fræðir Baldur Ragnarsson um áhugaverða liðna atburði.

Podcast episodes

Check latest episodes from Draugar fortíðar podcast


#178 Hægri umferð
2024/02/07
Sú var tíðin að sagnfræði fjallaði aðallega um hin „stóru efni“. Viðfangsefnin voru konungar, keisarar og heimsveldi. Eins og aðrar fræðigreinar hefur hún þróast og í dag má heyra talað um allskonar sögurannsóknir. Það er nefnilega oft áhugaverð saga á bakvið ýmislegt sem í fyrstu virðist ekki sérlega merkilegt. Hægri umferð var tekin upp á Íslandi þann. 26. maí 1968 á hinum svokallaða H-degi. Landsmenn voru spenntur fyrir þessu og undirbúningur var til mikillar fyrirmyndar. Ísland var eitt af seinustu löndum Evrópu til að gera þessa skiptingu. Í þættinum segjum við aðeins frá hvernig þetta fór fram hér á landi. Við skoðum einnig hvað olli því að vinstri umferð var eitt sinn algengari og hvernig það á rætur að rekja til stríðsreksturs og heimsvaldastefnu.Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook
more
#173 Óvinkonur Guðs - Sérstakur gestur: Dr. Yngvi Leifsson
2024/01/03
Við höfum áður minnst á ólíkar nálgunaraðferðir sagnfræðinnar. Ein þeirra er einsagan. Þar skoða sagnfræðingar samfélagið og söguna frá einstaklingum. Oft er ekki um að ræða þjóðarleiðtoga eða ráðamenn. Frekar er það almenningur eða jafnvel fólk sem taldist vera neðarlega í goggunarröð samfélagsins. Í þessum þætti fáum við góðan gest í heimsókn en það er sagnfræðingurinn Yngvi Leifsson. Hann hefur lengi dvalist í borginni Salamanca á Spáni og stundað sínar rannsóknir þar. Salamanca var á sínum tíma talin einhverskonar "höfuðborg vændis" í Evrópu. Yngvi hefur rannsakað sögur þeirra kvenna og sérstaklega eitt ákveðið hús sem kallað var "Galeiðan". Það var hugsað sem einskonar betrunarheimili fyrir þær konur sem þóttu hafa glatað trausti drottins með sínu "ósiðlega" líferni. Þetta er afar áhugaverð saga sem varpar sérstöku ljósi á aðstæður almennings á Spáni á síðari hluta átjándu aldar. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook
more
#167 Ísrael - Palestína 3. þáttur - Intifada, PLO, Hamas og Hezbollah
2023/12/11
Árið 1987 sauð upp úr á Vesturbakkanum og Gaza. Ísraelar höfðu stóraukið umsvif á landnemabyggðum og hert mjög allt eftirlit. Palestínumenn hófu að kasta grjóti og var svarað með kúlnahríð. Í kjölfar þessarra átaka minnkaði mjög stuðningur við PLO en öfgafull samtök múslíma sem kölluðu sig Hamas fengu mikinn meðbyr. Í Líbanon fór að bera meira á herskárri hreyfingu sem kallast Hezbollah. Í þessum þætti ljúkum við yfirferð okkar um þessa hatrömmu deilu fyrir botni Miðjarðarhafs. Við skoðum helstu samtök sem mest hefur borið á í baráttunni gegn Ísrael. Við veltum því einnig fyrir okkur hvernig framtíðin gæti orðið á þessu svæði. Aðeins er rúmur mánuður frá því að Ísrael upplifði sinn blóðugasta dag í þessarri deilu síðan 1948. Því miður virðist sem raddir hinna hófsömu séu orðnar veikar, jafnt hjá Ísraelum og Palestínuaröbum.Þessi þáttur er í boði Draugahjarðarinnar á Patreon! ❤️Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook
more
#166 Ísrael - Palestína 2. þáttur - Stríð á stríð ofan
2023/12/11
Ísraelsríki var stofnað í maí 1948 og hóf tilveru sína strax með því að berjast hatrammlega fyrir henni. Aðeins fáum klukkustundum eftir að sjálfstæðisyfirlýsingin var tilkynnt, réðust herir frá Egyptalandi, Sýrlandi, Líbanon og Írak inn í landið. Ísrael var þá að mestu án öflugra vina en nú sárvantaði þá vopn og verjur. Aðeins voru til vopn fyrir einn hermann af þremur. Í snarhasti tókst að kaupa vígtól frá Frakklandi og Tékkóslóvakíu. Ísrael var fljótt að snúa vörn í sókn og hrinti árás Arabaríkjanna. Í þessum þætti munum við einnig skoða mikilvæg átök sem fylgdu í kjölfarið og spannar þátturinn að mestu árin 1948 - 1982. Hér verða einnig útskýrð heiti sem nánast allir  á fullorðinsaldri hafa einhverntíma heyrt í fréttum: Gaza, Golan-hæðir og Vesturbakkinn.Þessi þáttur er í boði Draugahjarðarinnar á Patreon! ❤️Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook
more
#165 Ísrael - Palestína 1. þáttur - Síonismi og leiðin aftur til landsins helga
2023/12/11
Um þessar mundir standa yfir blóðug átök á Gaza-svæðinu. Allt frá stofnun Ísraels-ríkis árið 1948 hefur verið mikil ólga í kringum það. Við vildum skyggnast aðeins inn í þessa sögu. Hvers vegna er barist og hví var Ísraels-ríki stofnað nákvæmlega á þessum stað, við mikil mótmæli þeirra sem þar bjuggu fyrir? Til að fá heildarmynd verðum við að byrja ferð okkar mun fyrr. Þessi þáttur skoðar sköpun þeirrar hugmyndafræði sem kallast Síonismi og snerist um það markmið að koma á fót og viðhalda gyðingalandi í hinu sögulega svæði Ísrael, sem þá var hluti af Ottómanaveldi. Hugtakið "síonismi" er dregið af "Síon", sem er tilvísun í biblíulegt hugtak um Jerúsalem og Ísraelsland. Síonismi var svar við langri sögu gyðingaofsókna og gyðingahaturs í Evrópu sem hafði jafnvel versnað til muna er þjóðerniskennd og þjóðríki komu til sögunnar. Síonismi reyndi að koma til móts við þörf gyðinga fyrir öruggt og viðurkennt heimaland. Hreyfingin komst á skrið snemma á 20. öld, sérstaklega eftir Balfour-yfirlýsinguna frá 1917, þar sem bresk stjórnvöld lýstu yfir stuðningi við stofnun „þjóðarheimilis gyðinga“ í Palestínu.Þessi þáttur er í boði Draugahjarðarinnar á Patreon! ❤️Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook
more
#169 Pólitík og fótbolti: Lutz Eigendorf, Matthias Sindelar o.fl.
2023/12/06
Við heyrum oft fólk segja að pólitík eigi ekki heima í listum og íþróttum. En er það rétt? Hafa listamenn í gegnum tíðina ekki bara verið mjög pólitískir heldur hreinlega haft áhrif á því sviði? Hafa Bob Dylan og Bubbi Morthens ekki verið pólitískir. Í þessum þætti ætlum við að skoða hvernig fótbolti og stjórnmál hafa rekist á hvort annað. Við tökum fyrir þá Lutz Eigendorf og Matthias Sindelar. Frábæra fótboltamenn sem margir telja að hafi verið ráðinn bani af tveimur illræmdustu leyniþjónustum sögunnar: Stasi og Gestapo. Einnig kíkjum við á aðra fótboltamenn sem hafa mikið skipt sér af stjórnmálum. Einn þeirra er meira að segja forseti síns heimalands í dag. Við skoðum einnig aðra sem aldrei hafa farið dult með sínar stjórnmálaskoðanir.Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á PatreonVefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook
more
#164 Saga Tíbet
2023/11/01
Tíbet á sér ríka og flókna sögu sem nær aftur til forsögulegra tíma. Ríkið Zhangzhung, sem var til á milli 500 f.Kr. og 625 e.Kr. er talið undanfari síðari tíma tíbetska konungsríkja. Tíbetska veldið var stofnað á 7. öld og stóð fram á 9. öld. Eftir tímabil sundrungar á 9.-10. öld og endurvakningu búddismans á 10.-12. öld, urðu til þrír af fjórum helstu skólum hins tíbetska búddisma. Tíbet varð í raun sjálfstætt á 14. öld og var stjórnað af ýmsum aðalsættum næstu 300 árin. Snemma á 18. öld varð Tíbet áhrifasvæði Qing-ættarinnar og var það þar til ættarveldið féll. Árið 1959, í kjölfar stríðsátaka við Kína, flúði Tenzin Gyatso, hinn 14. Dalai Lama, í til Indlands og myndaði þar útlagastjórn. Sjálfstjórnarsvæðið Tíbet var stofnað í kjölfar innlimunar Kína í Tíbet. Sjálfstæðisbarátta og harðar ásakanir á hendur Kínverjum vegna mannréttindabrota hafa einkennt umræðuna um þetta merkilega svæði undanfarna áratugi. Kínverjar og stuðningsmenn þeirra hafa aftur á móti haldið því fram að Tíbet hafi verið langt frá því að teljast eitthvað sæluríki undir stjórn Dalai Lama. Þar hafi ríkt gamaldags lénsskipulag og fámenn aðalsætt hafi hagnast á undirokun og kúgun alþýðunnar.Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á PatreonVefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook
more
#160 Strand togarans Friedrich Albert árið 1903
2023/10/04
Mörg skip hafa farist við Íslandsstrendur. Það er kaldranaleg tilhugsun að svartur sandur og hvítir jöklar hafa stundum verið það síðasta sem margir erlendir sjómenn sáu áður en hafið og kuldinn tóku líf þeirra. Stundum gerast atvik sem maður getur þó ekki annað en gapað yfir. Þátturinn í dag fjallar um slíkan viðburð sem átti sér stað fyrir 120 árum. Þá strandaði þýskur togari á einum allra versta stað sem hægt var að stranda á við þetta harðbýla land með sínum vægðarlausu vindum. Togarinn strandaði á Skeiðarársandi. Þessir menn neituðu þó að gefast upp og er saga þeirra hreint ótrúleg og vitnisburður um hvað er fólki fært ef lífsviljinn slokknar ekki. Barátta tók þó sinn toll og kom þá til kasta landa okkar sem fundu þá nær dauða en lífi. Þar hefst önnur hetjusaga þar sem íslenskir læknar og aðstoðarfólk þeirra vinna afrek. Þetta er harmsaga en inniheldur einnig hugrekki og von.Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á PatreonVefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook
more
#156 Þorskastríðin. 1. þáttur: Aðdragandi
2023/09/06
Á 20. öld átti Ísland í hatrammri deilu um fiskveiðilögsögu við margar þjóðir. Hörðust var deilan við Bretland sem sendi sjálfan flotann í þrígang á Íslandsmið til að skakka leikinn. Bretar göntuðust með að ekki væri nóg að það væri "Cold War", heldur væri nú komið "Cod War", eða þorskastríð. Nafnið hefur fest sig í sessi þrátt fyrir að þetta hafi á engan hátt verið stríð, í fullri merkingu þess orðs. Þessi deila er merkileg að mörgu leyti. Nú gátu stórveldi ekki lengur vaðið yfir þau smáu í krafti herstyrks. Ísland og Bretland voru saman í hernaðarbandalagi og vera Íslands þar var afar mikilvæg hvað öryggi Bretlands varðaði. Breytingar og umbætur á hafréttarlögum spiluðu einnig stórt hlutverk og nýttu Íslendingar sér það óspart, með góðum árangri. Deilan varð þó svo hörð að ýmsir óttuðust að Ísland myndi jafnvel senda bandaríska herinn úr landi. Ekkert varnarmálaráðuneyti á Vesturlöndum vildi sjá það gerast. Deilan er því ansi áhugaverð hvað alþjóðasamskipti og sögu kalda stríðsins varðar. Allir fjórir þættir septembermánaðar verða um þorskastríðin. Við mælum með því að rifja upp kynni við þátt númer 79 sem heitir "Togaraskelfirinn" og fjallar um landhelgisgæslu Dana við Ísland í upphafi 20. aldar.Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á PatreonVefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook
more
#151 Landbúnaður í Albaníu
2023/08/02
Flosi hefur oft sagt að hægt sé að gera nær allt áhugavert, nema mögulega landbúnaðarsögu Albaníu. Þetta er svona göngugrína (e. running gag) sem hlustendur þekkja ágætlega. Í hverjum þætti fá styrktaraðilar á Patreon að velja um þrjú umfjöllunarefni. Hið hlutskarpasta verður svo tekið fyrir í einum þætti. Það er Flosi sem sér um að koma með tillögur að þætti. Hins vegar er frestunarárátta hans stundum svo alvarleg að Baldur þarf rækilega að minna hann á. Síðast er þetta átti sér stað setti Baldur honum þá afarkosti að vera tilbúinn á tíma með efnið, ellegar myndi Baldur velja þrjú efni og yrði Flosi að hlíta niðurstöðunni. Flosi brást og því gátu hlustendur valið um eftirtalin þrjú atriði: 1. Saga vatnshelds klæðnaðar. 2. Gláka. 3. Landbúnaðarsaga Albaníu. Er skemmst frá því að segja að númer þrjú vann með yfirburðum. Hægt er að saka Flosa um margt, enda breyskur maður með afbrigðum en hugleysi býr hann þó ekki yfir. Því brást hann vel við þessari áskorun og þátturinn fjallar um sögu Albaníu með fókus á landbúnað. Tókst Flosa að gera efnið áhugavert? Dæmið sjálf.Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á PatreonVefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook
more
#147 Barnið í loftbelgnum
2023/06/07
Þann 15. október 2009 fékk neyðarlína Bandaríkjanna óhugnanlegt símtal. Hinum megin á línunni var skelfingu lostinn faðir. Með grátinn í kverkunum sagði hann sex ára son sinn hafa farið inn í heimasmíðaðan loftbelg sem hefði losnað og væri nú kominn í mörg hundruð metra hæð. Viðbragðsaðilar víðs vegar voru kallaðir út og m.a. sendi Þjóðvarðliðið eina Black Hawk herþyrlu í leitina. Betur fór en á horfðist en fljótlega fór fólk að gruna að ekki væri allt með felldu.Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á PatreonVefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook
more
#142 Konurnar í lífi Hitlers
2023/05/03
Þegar þeirri spurningu er kastað fram hver sé mögulega versta manneskja sem verið hefur uppi, kemur nafn Adolf Hitlers fljótt upp. Hann leiddi þjóð sína og raunar veröldina alla út í verstu og mannskæðustu styrjöld sögunnar. Ofstækisfullar skoðanir hans voru fullar af hatri og illsku. Það er erfitt að ímynda sér að þannig maður hafi getað elskað. Þó er það svo að Adolf Hitler átti í ástarsamböndum eða a.m.k. mjög nánu sambandi við nokkrar konur. Sögur þeirra eru sorglegar enda var greinilega ekki tekið út með sældinni að vera kærasta Hitlers. Í þessum þætti skoðum við þær þrjár sem virtust eiga í nánu sambandi við einræðisherrann alræmda. Það eru þær Geli Raubal, Unity Mitford og Eva Braun.Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á PatreonVefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook
more

Podcast reviews

Read Draugar fortíðar podcast reviews


5 out of 5
71 reviews
ththors 2021/10/07
Uppistand
Við viljum að Flosi verði með 5 aura brandara uppistand!!!
Thelgason 2021/03/03
Besta hlaðvarp Íslands
Flosi og Baldur lengi lifi húrra húrra!!
Fifi_FL 2021/01/30
Geggjaðir þættir
Algjör snilld! Takk fyrir mig
42 Ingvar 2020/12/06
Draugar fortíðar
Þetta er eitt flottasta hljóðvarp sem ég hef hlustað á. Hugmyndin hans Flosa um að færa okkur Njálu er stórkostleg og ég vona að draugarnir taki þann...
more
RagnheidurG 2020/09/26
Flosi og Baldur - kombó sem getur ekki klikkað
Komið upp í vana að bíða vandræðalega spennt eftir næsta þætti.
Hogurdur 2020/08/05
Bíð hratt og fast eftir hverjum þætti
Að gerast áskrifandi að Draugum fortíðar er eins og að ganga í disfúnksjonal en ákaflega vel gefna fjölskyldu. Flosi og Baldur eru eins og að blanda g...
more
RB (ekki reiknistofa bankanna) 2020/07/16
Vúhúú
Þetta eru geggjaðir þættir!
Abraham Dingdong 2020/07/15
Sagnfræði og Þungarokk
Hefurðu einhverntímann spekúlerað hvort þú hefðir fylgst betur með í sögu ef gítarleikarinn í HAM væri að kenna tímann? Ekki? Nú jæja, Baldur Ragnarss...
more
check all reviews on aple podcasts

Podcast sponsorship advertising

Start advertising on Draugar fortíðar & sponsor relevant audience podcasts


What do you want to promote?

Ad Format

Campaign Budget

Business Details