Heimsglugginn

Advertise on podcast: Heimsglugginn

Rating
5
from
8 reviews
Categories
This podcast has
20 episodes
Language
Publisher
Explicit
No
Date created
2019/08/19
Average duration
24 min.
Release period
-7 days

Description

Bogi Ágústsson ræðir um heimsmálin í þættinum Morgunvaktin á Rás 1 á hverjum fimmtudegi.

Podcast episodes

Check latest episodes from Heimsglugginn podcast


Efnahagsmál og breska samveldið
2023/09/14
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu að þessu sinni við Boga Ágústsson um stöðu efnahagsmála í Evrópu, verðbólga fer minnkandi, litlum hagvexti er spáð og vextir eru enn háir. Í mörgum Evrópulöndum er skortur á vinnuafli og jafnvel ríkisstjórn Ítalíu undir forsæti Giorgiu Meloni hefur rætt við Afríkuríki að fólk til starfa. Meloni og stjórn hennar eru annars afar andvíg innflutningi fólks. Í Danmörku hefur vinnuveitendasambandið beðið stjórnvöld um að fá 50 þúsund útlendinga til starfa. Meginumræðuefni Heimsgluggans var þó staða Samveldis þjóða, sem áður var þekkt sem breska samveldið. Ástralskur prófessor í breskri sögu við Kaupmannahafnarháskóla segir að samveldið sé í vanda, það sé eiginlega ekki til neins og langt sé síðan að það hafi haft einhverja pólitíska eða efnahagslega þýðingu. Sennilega lifi það þó áfram af því enginn vilji verða til þess að leggja það niður.
more
Glæpagengi í Svíþjóð, vandræði Ernu Solberg og Take the money and run
2023/09/21
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu einkum norræn málefni við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar 1. Fyrst um ofbeldisölduna í Svíþjóð þar sem 37 hafa verið myrtir í skotárásum á árinu, langflestir í átökum glæpagengja eða innbyrðis uppgjöri eins og í Foxtrott-glæpaklíkunni þessa dagana. Þá var rætt um vandræði norskra stjórnmálamanna, tveir ráðherrar hafa þurft að segja af sér og tveir aðrir eru í vandræðum. Bæði Anniken Hvitfelt, utanríkisráðherra, og Erna Solberg, fyrrverandi forsætisráðherra, eru í vandræðum vegna hlutabréfaviðskipa eiginmanna sinna. Take the Money and Run, hirtu peningana og forðaðu þér, er heiti á listaverki sem danski myndlistamaðurinn Jens Haaning gerði fyrir Kunsten Museum of Modern Art í Álaborg. Safnið sendi listamanninum 538 þúsund danskar krónur í seðlum því listamaðurinn hugðist líma seðlana við strigann á málverkum sem áttu að tákna meðallaun í Danmörku og Austurríki. En Haaning hirti peningana og sendi safninu tvo tóma ramma. Lasse Andersen, forstöðumaður Kunsten, taldi listamanninn hafa brotið samning sem gerður var um verkin. Safnið fór því í mál við Haaning og bæjarréttur Kaupmannahafnar dæmdi í vikunni að listamaðurinn ætti að skila peningunum. Af þessu tilefni lauk Heimsglugganum með lagi Steve Miller Band, Take the Money and Run.
more
State of Chaos-Ríki í ringulreið Bresk stjórnmál 2016-2023
2023/09/28
BBC hefur gert þriggja þátta röð um bresk stjórnmál frá 2016. Mikil upplausn hefur ríkt og fimm forsætisráðherrar hafa verið á sex árum. Laura Kuenssberg, sem var stjórnmálaritstjóri BBC á þessum tíma, fer í gegnum atburðarásina og nefnir þættina State of Chaos sem þýða sem Ríki í ringulreið eða Upplausnarástand. Kuenssberg ræðir við fjölda fólks og dregur upp mynd af því sem gerðist og ekki síður hvað var að gerast á bak við tjöldin. Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu þessa þætti í Heimsglugga vikunnar.
more
Björgun danskra gyðinga
2023/10/05
Í Heimsglugganum ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir við Boga Ágústsson um dramatíska atburði sem gerðust í Danmörku fyrir réttum 80 árum er langflestum gyðingum var bjargað frá handtöku og flutningi í fangabúiðir nasista. Við heyrðum brot úr dönskum sjónvarpsþætti með viðtölum við nokkur þeirra sem upplifðu þessa atburði. Við heyrðum einnig um Hans Walter Rothenborg, sem var 16 ára þegar fjölskylda hans komst yfir Eyrarsund eftir að hafa verið í felum í nokkra daga í Danmörku. Rothenborg giftist seinna Guðrúnu Sigríði Jakobsdóttur, systur Svövu, Jökuls, Þórs og Jóns Einars Jakobsbarna. Daniel Hans Erlendsson, dóttursonur Rothenborgs, ræddi nýlega við afa sinn um þessa atburði og við heyrðum brot úr því viðtali.
more
Norðurlönd, Eystrasaltsríkin og Visegrád löndin
2023/10/12
Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, var gestur Heimsgluggans á Morgunvakt Rásar-1. Bogi Ágústsson ræddi við hann um bók hans sem kom út fyrr á árinu, The Nordic, Baltic and Visegrád Small Powers in Europe. Visegrád ríkin er Pólland, Slóvakía, Tékkland og Ungverland, sem öll voru í Varsjárbandalaginu og leppríki Sovétríkjanna en eru núna í Evrópusambandinu og NATO. Hilmar segir að óttinn við Rússland hafi verið ein meginástæða þess að löndin kusu náinn samruna við Evrópu og samvinnu við Bandaríkin með NATO aðild. Bogi og Hilmar ræddu einkum stöðuna í Austur-Evrópu og Úkraínu.
more
Martti Ahtisaari minnst og stríð Hamas og Ísraels
2023/10/19
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu að þessu sinni við Boga Ágústsson um Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseta Finnlands, sem lést fyrr í vikunni. Ahtisaari hlaut friðarverðlaun Nóbels 2008 fyrir áratuga starf í mörgum heimshlutum þar sem hann reyndi að setja niður deilur og sætta stríðandi fylkingar. Alexander Stubb, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands og forsetaframbjóðandi, sagði um Ahtisaari: Heimurinn hefur hugsanlega aldrei þurft eins mikið á manni eins og honum að halda. Ahtisaari vann meðal annars að friði á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna. Hann gagnrýndi stærstu ríki heims og hvernig þau beittu sér í deilunni þar sem hugur fylgdi ekki máli. Hann sagði að friður væri spurning um vilja. Allar deilur væri hægt að leysa. Það virðist ekki mikill friðarvilji fyrir botni Miðjarðarhafs þessa stundina. Eftir skelfilega hermdarverkaárás Hamas á Ísrael og þau hryllilegu grimmdarverk sem þá voru framin hefur herafli Ísraels ráðist af mikilli hörku gegn Gasa-svæðinu þar sem á þriðju milljón Palestínumanna býr á svæði sem er á stærð við höfuðborgarsvæðið. Síðasta voðaverkið var árás á Al Ahli Arab Babtista-sjúkrahúsið á norðurhluta Gasa þar sem allt að 500 manns biðu bana. Ísraelsstjórn og Hamas kenna hvorir öðrum um. Ómögulegt virðist að slá föstu hver ber ábyrgð en ólíklegt virðist að þetta hafi verið viljaverk
more
Átök popúlista og lýðræðissinna
2023/10/26
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu að þessu sinni við Boga Ágústsson um átök popúlista og lýðræðissinna víða um heim. Þau ræddu um Argentínu, Venesúela, Bandaríkjaþing, Slóvakíu, Ítalíu, Pólland og Bretland. Í Argentínu má segja að tveir popúlistar takist á um forsetaembættið. Annar er hagfræðingurinn Javier Milei, sem hefur verið lýst sem pólitískum utangarðsmanni, jafnvel hægrisinnuðum anarkista. Hinn er Sergio Massa efnahagsráðherra úr Perónistaflokknum Union por la Patria. Öllum á óvart fékk Massa fleiri atkvæði en Milei í fyrri umferð kosninganna. Þeir tveir verða í framboði í seinni umferð forsetakosninganna 19. nóvember. Argentínumenn glíma við mikinn efnahagsvanda, verðbólga er 140 prósent, skuldir ríkisins gríðarlegar og lífskjör fara versnandi. Milei segir að Argentína geti að nýju komist í hóp ríkustu landa heims eins og var á 19. öld með stórkostlegum niðurskurði ríkisútgjalda, taka upp dollar og afnema reglur og höft. Í Venesúla er efnahagsástandið enn verra, þar er verðbólga 700 prósent. Tæplega átta milljónir manna hafa flúið Venesúela frá 2014 og er talið að eftir séu í landinu um 28 milljónir manna. Stjórn og stjórnarandstaða gerðu samkomulag í síðustu viku um lýðræðislegar forsetakosningar á næsta ári og var hluti samkomulagsins að stjórnarandstæðingar fengju að velja sér forsetaframbjóðanda í forvali. Þrátt fyrir samkomulagið gerðu stjórnvöld stjórnarandstæðingum erfitt fyrir er efnt var til forvals um helgina. Fjölmiðlum var bannað að fjalla um það, ekki var leyft að kjósa í opinberum byggingum eins og skólum, vefsíður með upplýsingum um kjörstaði og forvalið voru teknar niður. Engu að síður tókst að halda forvalið og María Corina Machado vann afgerandi sigur. Hún hefur lengi verið stjórnvöldum erfiður andstæðingur, bæði Hugo Chavez og Nicolás Maduro núverandi forseta. Í Evrópu hefur Giorgia Melone verið forsætisráðherra Ítalíu í eitt ár, vikuritið Stern í Þýskalandi sagði Meloni hættulegustu konu Evrópu, Economist segir Marine Le Pen miklu hættulegri. Við valdatöku hægristjórnar Melones veltu margir fyrir sér hvaða stefnu hún tæki í utanríkismálum. Það hefur komið á óvart að stjórn hennar hefur ekki gert neinar stórar breytingar, hvorki gagnvart NATO eða ESB. Francesco Battistini, blaðamaður Corriere della Sera, sagði í viðtali við SVT að Melone hefði verið mjög gagnrýnin á ESB í stjórnarandstöðu en tekið allt aðra afstöðu sem forsætisráðherra, hún hafi náð góðu sambandi við Joe Biden og farið að ráðum Bandaríkjanna að minnka samstarf við Kínverja og hætt við að leyf
more
Skandalar í Bretlandi og Danmörku
2023/11/02
Tveir pólitískir skandalar í grannlöndum okkar voru til umræðu í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1. Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson. Annars vegar ráðvillt bresk ríkisstjórn og fálmkennd viðbrögð í upphafi COVID-faraldursins eins og komið hefur fram í vitnaleiðslum nefndar sem falið var að rannsaka viðbrögð breskra stjórnvalda við farsóttinni. Hins vegar njósnamálið í Danmörku þar sem Claus Hjort Frederiksen, fyrrverandi varnarmálaráðherra; Lars Findsen, sem var yfirmaður leyniþjónustunnar; og fleiri voru ákærðir fyrir landráð. Ákæruvaldið hefur fellt málið niður og Mette Frederiksen og ráðherrar í stjórnum hennar mega sitja undir mjög harðri gagnrýni stjórnarandstöðunnar vegna þess hvernig haldið var á málinu.
more
Sunak í ólgusjó, sviptingar í Portúgal
2023/11/16
Heimsglugginn á Morgunvaktinni á Rás 1 fjallaði um átök í stjórnmálum á Bretlandi og í Portúgal. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands gerði verulegar breytingar á ríkisstjórn sinni á mánudag. Suella Braverman innanríkisráðherra var rekin, James Cleverly tók við embætti hennar og David Cameron varð utanríkisráðherra í stað Cleverlys. Braverman birti afar harðort bréf daginn eftir brottreksturinn, þar sem hún sakaði Sunak um svik við sig, hann væri huglaus, óhæfur og umboðslaus. Fréttaskýrendur sögðu bréf hennar illgjarnt, grimmilegt og ofsafengið. Einar Logi Vignisson var svo gestur Heimsgluggans og sagði frá sviptingum í stjórnmálum í Portúgal. Einar Logi er framkvæmdastjóri RÚV Sölu en hefur búið í Portúgal og þekkir afar vel til þar. Forsætisráðherra Portúgals, Antonio Costa, sagði af sér í síðustu viku, eftir að einn nánasti ráðgjafi hans var handtekinn í tengslum við spillingarrannsókn. Forseti Portúgals, Marcelo Rebelo de Sousa, ákvað að efna yrði til nýrra þingkosninga en ekki fyrr en á næsta ári. Hann skipaði Costa forsætisráðherra fram að kosningum.
more
Þetta verða erfið fjögur ár, Milei kosinn forseti Argentínu
2023/11/23
Þetta verða erfið fjögur ár, sagði Helgi Hrafn Guðmundsson sagnfræðingur um Argentínu eftir að Javier Milei var kjörinn forseti um síðustu helgi. Þeir Bogi Ágústsson ræddu saman um land og þjóð. Helgi Hrafn bjó í Argentínu í um áratug, lærði og starfaði þar. Hann segir efnahagsstefnuna lengi hafa einkennst af skammtímahugsun. Ástandið sé afar slæmt, verðbólga um 200 prósent, mjög ströng gjaldeyrishöft og gjaldmiðillinn nánast verðlaus. Helgi Hrafn segir Milei fyrst og fremst frjálshyggjumann af austurríska skólanum, hann sé öfgakenndur, vilji einkavæða allt til að koma í veg fyrir að ríkið eyði um of og leggja niður þann vísi að velferðarkerfi sem er í landinu. Fjörutíu og fimm milljónir búa í Argentínu, landið er ríkt af náttúruauðlindum, millistéttin er stór, margir starfa hjá hinu opinbera en 40 prósent landsmanna teljast vera undir fátæktarmörkum og þá má spyrja af hverju þetta fólk kjósi mann sem vill leggja niður velferðarkerfið. Helgi Hrafn segir að þegar fólk sé orðið langþreytt á ástandi sem virðist engan enda ætla að taka þá sé freisting að kjósa mann sem tali tæpitungulaust og lofi að hefja landið til vegs og virðingar og bæta efnahaginn. Milei hafi verið álitsgjafi í fjölmiðlum og boðið fram skyndilausnir sem eigi að laga ástandið.
more
Kissinger, netöryggi og ógnin af Rússum, dr. Sigurður Emil Pálsson
2023/11/30
Heimsgluggi vikunnar hófst á umræðu um Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem er látinn 100 ára að aldri. Kissinger var ótvírætt meðal mestu áhrifamanna í alþjóðamálum á seinni hluta 20. aldar, hann var það sem kallað hefur verið realpolitiker, hafði lítinn áhuga á að tengja utanríkispólitík við mannréttindi eða skilyrða samskipti við aðrar þjóðir. Hann hafði frumkvæði að bættum samskiptum við Kínverja og þýðu í samskiptum við Sovétríkin. Kissinger var afar umdeildur, hann var þjóðaröryggisráðgjafi Richards Nixons Bandaríkjaforseta er Bandaríkjamenn færðu út hernað sinn í Víetnam-stríðinu. Kissinger hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 1973 ásamt Norður-Víetnamanum Le Duc Tho, fyrir að semja um frið í stríðinu. Sá síðarnefndi afþakkaði verðlaunin og Kissinger fór ekki til Óslóar til að taka við verðlaununum. Aðalefni Heimsgluggans var viðtal við dr. Sigurð Emil Pálsson. Hann er sérfræðingur í netöryggi og fjölþáttaógnum og starfar á vegum íslenska utanríkisráðuneytisins í Eistlandi hjá Öndvegissetri NATO um netvarnir. Bogi Ágústsson ræddi við hann um Öndvegissetrið; öryggismál; ógnina frá Rússum, innrás þeirra í Úkraínu; Eistland og breytingar sem hafa orðið þar. Sigurður Emil þekkir afar vel til í Eistlandi.
more
Glundroði í Íhaldsflokknum og Boris Johnson ver ráðstafanir sínar
2023/12/07
Bresk stjórnmál voru á dagskrá þegar Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu við Boga Ágústsson í vikulegu Heimsgluggaspjalli. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, sat fyrir svörum í gær hjá nefnd sem rannsakar viðbrögð við COVID-19 faraldrinum. Johnson var auðmjúkur og byrjaði á að biðjast afsökunar, sagði að með því að horfa í baksýnisspegil mætti sjá að mistök hefðu verið gerð. Johnson ber áfram vitni í dag. Íhaldsflokkurinn, sem Boris Johnson veitti forystu uns hann hrökklaðist frá í fyrra, er í verulegum vandræðum vegna innri deilna. Suella Braverman, sem var rekin úr embætti innanríkisráðherra í nóvember, veittist harkalega að Rishi Sunak forsætisráðherra í neðri málstofu breska þingsins í gær. Hún sagði að Íhaldsflokkurinn stæði frammi fyrir að vera þurrkaður út í kosningum á allra næstu mánuðum ef hann leggi fram enn eitt frumvarpið um málefni hælisleitenda sem ekki nái tilgangi sínum. Íhaldsflokkurinn vill senda hælisleitendur til Rúanda og hafa gert samning við stjórnvöld þar. Hæstiréttur Bretlands dæmdi samninginn ólöglegan því Rúanda væri ekki öruggur staður fyrir hælisleitendur. Rishi Sunak boðaði þá nýja lagasetningu og frumvarpið var kynnt í gærkvöld. Braverman taldi upp skilyrði sem hún (og væntanlega harðasti hægrikjarni Íhaldsflokksins) setji fyrir að styðja frumvarpið. Lögin yrðu að tryggja að yfirvöld gætu handtekið fólk og flutt úr landi án þess að mannréttindalög, mannréttindasáttmáli Evrópu, flóttamannasáttmálinn eða nokkur önnur alþjóðalög gætu stöðvað það. Braverman spurði hver stjórnar Bretlandi, hvar liggur endanlegt úrskurðarvald í málefnum Breta? Er það breska þjóðin sem ræður og kjörnir fulltrúar hennar eða eru það óljós, breytileg og óábyrg hugmynd um alþjóðleg lög? Braverman sagði að mannréttindalög sem hefðu verið þanin út frá mannréttindasáttmálanum og endurtekin í mannréttindalögum sem Verkamannaflokkurinn hefði komið í gegn, væru túlkuð afar teygjanlega bæði innlendum og útlendum og kæmu bókstaflega í veg fyrir að Rúanda-stefnan hefði orðið að veruleika. Svo virðist sem hægriarmur Íhaldsflokksins sætti sig ekki við frumvarpið sem kynnt var í gærkvöld því Robert Jenrick, ráðherra málefna flóttamanna, sagði af sér embætti og sagðist ekki telja það ganga nægilega langt.
more

Podcast reviews

Read Heimsglugginn podcast reviews


5 out of 5
8 reviews

Podcast sponsorship advertising

Start advertising on Heimsglugginn & sponsor relevant audience podcasts


What do you want to promote?

Ad Format

Campaign Budget

Business Details